Gerard Butler fór fyrr á þessu ári í þriggja vikna meðferð vegna fíknar í verkjalyf. Fíknin hófst eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús þegar hann lenti í brimbrettaslysi við tökur á myndinni Chasing Mavericks.
Atvikið átti sér stað í febrúar þegar stórar og miklar öldurnar hrifsuðu Butler með sér. „Þetta var nógu alvarlegt til að ég þurfti að dvelja á sjúkrahúsi yfir nóttina. Þetta var ansi erfiður tími,“ sagði leikarinn við Access Hollywood. „En þetta var magnað. Ég veit að það hljómar skringilega en þetta var algjörlega magnað og rosaleg lífsreynsla.“
Butler fór í meðferð
