Skiptir ekki höfuðmáli hve margir kjósa BBI skrifar 20. október 2012 13:34 Atkvæðagreiðslan í dag. Myndin er tekin í íþróttamiðstöðinni við Dalhús í Grafarvogi Mynd/Pjetur Eiríkur Bergmann Einarsson, meðlimur stjórnlagaráðs, er ánægður með kjörsóknina það sem af er degi. Í dag greiðir almenningur atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá en um klukkan eitt höfðu tæp 10% greitt atkvæði. "Þetta er akkurat í takt við það sem maður átti von á," segir Eiríkur en hann telur hvorki hægt að bera kjörsóknina við Icesave-kosningarnar né forsetakosningarnar. Í raun telur hann að eina atkvæðagreiðslan sem við höfum til samanburðar sé stjórnlagaþingskosningarnar, en kjörsókn hefur verið örlítið meiri í dag en hún var þá. Um eitt leytið höfðu 9,92% greitt atkvæði í Reykjavíkurkjördæmi suður en á sama tíma höfðu 9,66% kosið í stjórnlagaþingskosningunni. Eiríkur telur að til að fá raunhæfan samanburð sé æskilegt að líta til annarra landa. "Og í svona kosningum í löndunum í kringum okkur er kosningaþátttaka um fjórðungur til helmingur," segir hann. "Það er á því bili sem við verðum í dag og það hefur legið fyrir lengi í mínum huga í það minnsta." Eiríkur bendir á lýðræðið feli í sér að allir hafa heimild til að ákveða að leyfa öðrum að taka fyrirliggjandi ákvörðun í sinn stað, en það er einmitt það sem fólk gerir með því að mæta ekki á kjörstað. "Það er mikilvægt að þetta komi fram: Það er engin leið að ætla þeim sem ekki mæta einhverja skoðun í málinu. Þeir sem mæta taka ákvörðunina. Ef einhver vill mótmæla atkvæðagreiðslunni þá þarf hann að mæta og skila auðu. Sá sem ákveður að mæta ekki hann ákveður að leyfa öðrum að ráða," segir Eiríkur. Þess vegna telur hann að það skipti ekki höfuðmáli hve margir mæta til að greiða atkvæði í dag. "Það sem raunverulega skiptir máli er hver munurinn milli þeirra sem segja nei og þeirra sem segja já við fyrstu spurningunni verður," segir Eiríkur Bergmann. Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslan fer rólega af stað "Þetta er alveg klárlega rólegra en verið hefur," segja starfsmenn yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í dag greiðir þjóðin atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá en það sem af er morgni hefur kjörsókn verið talsvert lakari en í síðustu kosningum, hvort sem miðað er við forsetakosningarnar í vor eða stjórnlagaþingskosningarnar á sínum tíma. 20. október 2012 11:32 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Eiríkur Bergmann Einarsson, meðlimur stjórnlagaráðs, er ánægður með kjörsóknina það sem af er degi. Í dag greiðir almenningur atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá en um klukkan eitt höfðu tæp 10% greitt atkvæði. "Þetta er akkurat í takt við það sem maður átti von á," segir Eiríkur en hann telur hvorki hægt að bera kjörsóknina við Icesave-kosningarnar né forsetakosningarnar. Í raun telur hann að eina atkvæðagreiðslan sem við höfum til samanburðar sé stjórnlagaþingskosningarnar, en kjörsókn hefur verið örlítið meiri í dag en hún var þá. Um eitt leytið höfðu 9,92% greitt atkvæði í Reykjavíkurkjördæmi suður en á sama tíma höfðu 9,66% kosið í stjórnlagaþingskosningunni. Eiríkur telur að til að fá raunhæfan samanburð sé æskilegt að líta til annarra landa. "Og í svona kosningum í löndunum í kringum okkur er kosningaþátttaka um fjórðungur til helmingur," segir hann. "Það er á því bili sem við verðum í dag og það hefur legið fyrir lengi í mínum huga í það minnsta." Eiríkur bendir á lýðræðið feli í sér að allir hafa heimild til að ákveða að leyfa öðrum að taka fyrirliggjandi ákvörðun í sinn stað, en það er einmitt það sem fólk gerir með því að mæta ekki á kjörstað. "Það er mikilvægt að þetta komi fram: Það er engin leið að ætla þeim sem ekki mæta einhverja skoðun í málinu. Þeir sem mæta taka ákvörðunina. Ef einhver vill mótmæla atkvæðagreiðslunni þá þarf hann að mæta og skila auðu. Sá sem ákveður að mæta ekki hann ákveður að leyfa öðrum að ráða," segir Eiríkur. Þess vegna telur hann að það skipti ekki höfuðmáli hve margir mæta til að greiða atkvæði í dag. "Það sem raunverulega skiptir máli er hver munurinn milli þeirra sem segja nei og þeirra sem segja já við fyrstu spurningunni verður," segir Eiríkur Bergmann.
Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslan fer rólega af stað "Þetta er alveg klárlega rólegra en verið hefur," segja starfsmenn yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í dag greiðir þjóðin atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá en það sem af er morgni hefur kjörsókn verið talsvert lakari en í síðustu kosningum, hvort sem miðað er við forsetakosningarnar í vor eða stjórnlagaþingskosningarnar á sínum tíma. 20. október 2012 11:32 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Atkvæðagreiðslan fer rólega af stað "Þetta er alveg klárlega rólegra en verið hefur," segja starfsmenn yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í dag greiðir þjóðin atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá en það sem af er morgni hefur kjörsókn verið talsvert lakari en í síðustu kosningum, hvort sem miðað er við forsetakosningarnar í vor eða stjórnlagaþingskosningarnar á sínum tíma. 20. október 2012 11:32