Skiptir ekki höfuðmáli hve margir kjósa BBI skrifar 20. október 2012 13:34 Atkvæðagreiðslan í dag. Myndin er tekin í íþróttamiðstöðinni við Dalhús í Grafarvogi Mynd/Pjetur Eiríkur Bergmann Einarsson, meðlimur stjórnlagaráðs, er ánægður með kjörsóknina það sem af er degi. Í dag greiðir almenningur atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá en um klukkan eitt höfðu tæp 10% greitt atkvæði. "Þetta er akkurat í takt við það sem maður átti von á," segir Eiríkur en hann telur hvorki hægt að bera kjörsóknina við Icesave-kosningarnar né forsetakosningarnar. Í raun telur hann að eina atkvæðagreiðslan sem við höfum til samanburðar sé stjórnlagaþingskosningarnar, en kjörsókn hefur verið örlítið meiri í dag en hún var þá. Um eitt leytið höfðu 9,92% greitt atkvæði í Reykjavíkurkjördæmi suður en á sama tíma höfðu 9,66% kosið í stjórnlagaþingskosningunni. Eiríkur telur að til að fá raunhæfan samanburð sé æskilegt að líta til annarra landa. "Og í svona kosningum í löndunum í kringum okkur er kosningaþátttaka um fjórðungur til helmingur," segir hann. "Það er á því bili sem við verðum í dag og það hefur legið fyrir lengi í mínum huga í það minnsta." Eiríkur bendir á lýðræðið feli í sér að allir hafa heimild til að ákveða að leyfa öðrum að taka fyrirliggjandi ákvörðun í sinn stað, en það er einmitt það sem fólk gerir með því að mæta ekki á kjörstað. "Það er mikilvægt að þetta komi fram: Það er engin leið að ætla þeim sem ekki mæta einhverja skoðun í málinu. Þeir sem mæta taka ákvörðunina. Ef einhver vill mótmæla atkvæðagreiðslunni þá þarf hann að mæta og skila auðu. Sá sem ákveður að mæta ekki hann ákveður að leyfa öðrum að ráða," segir Eiríkur. Þess vegna telur hann að það skipti ekki höfuðmáli hve margir mæta til að greiða atkvæði í dag. "Það sem raunverulega skiptir máli er hver munurinn milli þeirra sem segja nei og þeirra sem segja já við fyrstu spurningunni verður," segir Eiríkur Bergmann. Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslan fer rólega af stað "Þetta er alveg klárlega rólegra en verið hefur," segja starfsmenn yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í dag greiðir þjóðin atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá en það sem af er morgni hefur kjörsókn verið talsvert lakari en í síðustu kosningum, hvort sem miðað er við forsetakosningarnar í vor eða stjórnlagaþingskosningarnar á sínum tíma. 20. október 2012 11:32 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Eiríkur Bergmann Einarsson, meðlimur stjórnlagaráðs, er ánægður með kjörsóknina það sem af er degi. Í dag greiðir almenningur atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá en um klukkan eitt höfðu tæp 10% greitt atkvæði. "Þetta er akkurat í takt við það sem maður átti von á," segir Eiríkur en hann telur hvorki hægt að bera kjörsóknina við Icesave-kosningarnar né forsetakosningarnar. Í raun telur hann að eina atkvæðagreiðslan sem við höfum til samanburðar sé stjórnlagaþingskosningarnar, en kjörsókn hefur verið örlítið meiri í dag en hún var þá. Um eitt leytið höfðu 9,92% greitt atkvæði í Reykjavíkurkjördæmi suður en á sama tíma höfðu 9,66% kosið í stjórnlagaþingskosningunni. Eiríkur telur að til að fá raunhæfan samanburð sé æskilegt að líta til annarra landa. "Og í svona kosningum í löndunum í kringum okkur er kosningaþátttaka um fjórðungur til helmingur," segir hann. "Það er á því bili sem við verðum í dag og það hefur legið fyrir lengi í mínum huga í það minnsta." Eiríkur bendir á lýðræðið feli í sér að allir hafa heimild til að ákveða að leyfa öðrum að taka fyrirliggjandi ákvörðun í sinn stað, en það er einmitt það sem fólk gerir með því að mæta ekki á kjörstað. "Það er mikilvægt að þetta komi fram: Það er engin leið að ætla þeim sem ekki mæta einhverja skoðun í málinu. Þeir sem mæta taka ákvörðunina. Ef einhver vill mótmæla atkvæðagreiðslunni þá þarf hann að mæta og skila auðu. Sá sem ákveður að mæta ekki hann ákveður að leyfa öðrum að ráða," segir Eiríkur. Þess vegna telur hann að það skipti ekki höfuðmáli hve margir mæta til að greiða atkvæði í dag. "Það sem raunverulega skiptir máli er hver munurinn milli þeirra sem segja nei og þeirra sem segja já við fyrstu spurningunni verður," segir Eiríkur Bergmann.
Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslan fer rólega af stað "Þetta er alveg klárlega rólegra en verið hefur," segja starfsmenn yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í dag greiðir þjóðin atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá en það sem af er morgni hefur kjörsókn verið talsvert lakari en í síðustu kosningum, hvort sem miðað er við forsetakosningarnar í vor eða stjórnlagaþingskosningarnar á sínum tíma. 20. október 2012 11:32 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Atkvæðagreiðslan fer rólega af stað "Þetta er alveg klárlega rólegra en verið hefur," segja starfsmenn yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í dag greiðir þjóðin atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá en það sem af er morgni hefur kjörsókn verið talsvert lakari en í síðustu kosningum, hvort sem miðað er við forsetakosningarnar í vor eða stjórnlagaþingskosningarnar á sínum tíma. 20. október 2012 11:32