Sumarhúsaeigendur velta fyrir sér að höfða mál Erla Hlynsdóttir skrifar 20. október 2012 19:12 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/GVA Kærunefnd húsamála hefur vísað frá máli sumarhúsaeigenda við Elliðavatn. Þeir þurfa því að kröfu Orkuveitu Reykjavíkur að yfirgefa húsin fyrir áramót. Lögmaður húseigenda reiknar með að málið fari fyrir dómstóla. Elliðavatn er elsta sumarhúsabyggð á landinu. Fréttastofa greindi frá því í ágúst að um tuttugu sumarhúsaeigendur við Elliðavatn og Helluvatn þyrftu að yfirgefa húsin eftir að Orkuveitan ákvað að framlengja ekki leigusamninga. Rök Orkuveitunnar eru að húsin þurfi að víkja af vatnsverndarsjónarmiðum. Sumarhúsaeigendur á svæðinu eru ósáttir við ákvörðun Orkuveitunnar og með aðstoð lögmanns kærðu málið til Kærunefndar Húsamála. „Hún kom mér mjög á óvart þessi niðurstaða sem var felld um daginn í úrskurði," segir Sveinn Guðmundsson, lögmaður Landssambands sumarhúsaeigenda. Ný lög um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús tóku gildi árið 2008. Þar segir að ákvæði laganna gildi um leigu á lóðum þegar samningur er annað hvort ótímabundinn eða til minnst 20 ára. Í úrskurði Kærunefndar segir að máli húseigendanna sé ekki hægt að taka til meðferðar vegna þess að samningur þeirra sé aðeins til sjö ára, og lögin gildi því ekki um hann. „Í aðdraganda þessa nýju laga sem voru sett 2008 þá tók laganefndin þá ákvörðun að allir samningar - hvort þeir voru til eins árs tveggja, þriggja, fjögurra, fimm, fimmtíu, tuttugu eða níutíu ára - allir þessir samningar skyldu falla undir lögin. Hins vegar var það vísiregla til framtíðar að samningar sem yrðu skipaðir niður eftir setningu laganna yrðu annað hvort að vera ótímabundnir eða til tuttugu ára," segir Sveinn. En Sveinn var sjálfur í laganefndinni. Þá mótmælir hann því að þetta sé vatnsverndarmál þar sem landið er ekki brunnsvæði, og vegna óánægju húseigenda, „þá tel ég að þetta verði örugglega farið í dómsmál," segir hann. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Kærunefnd húsamála hefur vísað frá máli sumarhúsaeigenda við Elliðavatn. Þeir þurfa því að kröfu Orkuveitu Reykjavíkur að yfirgefa húsin fyrir áramót. Lögmaður húseigenda reiknar með að málið fari fyrir dómstóla. Elliðavatn er elsta sumarhúsabyggð á landinu. Fréttastofa greindi frá því í ágúst að um tuttugu sumarhúsaeigendur við Elliðavatn og Helluvatn þyrftu að yfirgefa húsin eftir að Orkuveitan ákvað að framlengja ekki leigusamninga. Rök Orkuveitunnar eru að húsin þurfi að víkja af vatnsverndarsjónarmiðum. Sumarhúsaeigendur á svæðinu eru ósáttir við ákvörðun Orkuveitunnar og með aðstoð lögmanns kærðu málið til Kærunefndar Húsamála. „Hún kom mér mjög á óvart þessi niðurstaða sem var felld um daginn í úrskurði," segir Sveinn Guðmundsson, lögmaður Landssambands sumarhúsaeigenda. Ný lög um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús tóku gildi árið 2008. Þar segir að ákvæði laganna gildi um leigu á lóðum þegar samningur er annað hvort ótímabundinn eða til minnst 20 ára. Í úrskurði Kærunefndar segir að máli húseigendanna sé ekki hægt að taka til meðferðar vegna þess að samningur þeirra sé aðeins til sjö ára, og lögin gildi því ekki um hann. „Í aðdraganda þessa nýju laga sem voru sett 2008 þá tók laganefndin þá ákvörðun að allir samningar - hvort þeir voru til eins árs tveggja, þriggja, fjögurra, fimm, fimmtíu, tuttugu eða níutíu ára - allir þessir samningar skyldu falla undir lögin. Hins vegar var það vísiregla til framtíðar að samningar sem yrðu skipaðir niður eftir setningu laganna yrðu annað hvort að vera ótímabundnir eða til tuttugu ára," segir Sveinn. En Sveinn var sjálfur í laganefndinni. Þá mótmælir hann því að þetta sé vatnsverndarmál þar sem landið er ekki brunnsvæði, og vegna óánægju húseigenda, „þá tel ég að þetta verði örugglega farið í dómsmál," segir hann.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira