Gítarleikari McCartney á landinu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. október 2012 19:28 Rusty ásamt McCartney á sviði. Mynd/Getty Hann hefur spilað fyrir fimmhundruð þúsund manns í Róm og hann tróð upp á opnunarathöfn Ólympíuleikanna í sumar. Nú gefst Íslendingum kostur á að hlusta á gítarleikarann Rusty Anderson. Nafnið Rusty Anderson hringir kannski ekki bjöllum hjá mjög mörgum en engu að síður hefur hann spilað fyrir milljónir manna um allan heim en í rúman áratug hefur hann verið aðalgítarleikari Paul McCartney, bítilsins fræga. Þá hefur hann líka spilað inn á plötur Elton Johns. „Á fyrstu stóru tónleikunum okkar held ég að hafi verið 500 þúsund manns, í Róm, fyrir framan Colosseum. Það var sannarlega gaman. Þegar maður horfði út í fjarskann sá maður mannhafið. Fólkið hélt kveikjurum á lofti og þetta var eins og hafsjór eldflugna. Þetta náði út í endalausan fjarskann," segir hann. „ Og Ólympíuleikarnir? Já, við skulum ekki gleyma Ólympíuleikunum. Það var mikið sjónarspil, flugeldar, fallhlífastökkvarar og urmull leikara. Það var toppurinn." En Rusty lætur sér ekki nægja að spila með McCartney heldur hefur hann gefið út þrjár plötur með frumsömdu efni. Síðustu misserin hefur hann spilað með íslenska trommaranum Karli Pétri Smith sem búið hefur í Los Angeles til fjölda ára. Karl Pétur er nú fluttur heim og það er ástæðan fyrir heimsókn Rustys hingað til lands. Hann hóaði einnig í Andreu Gylfadóttur og drengina í Sniglabandinu og hópurinn hefur síðustu daga æft af krafti fyrir þrenna tónleika. Þeir fyrstu voru Austurbæ á fimmtudaginn var og í kvöld treður hann upp á Græna hattinum á Akureyri. Ferðinni líkur svo á kaffi Rósenberg 22. október.En getur Rusty ekki dregið Sir Paul hingað til lands? „Ég skal leggja inn gott orð og sjá hvað gerist," segir hann. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Hann hefur spilað fyrir fimmhundruð þúsund manns í Róm og hann tróð upp á opnunarathöfn Ólympíuleikanna í sumar. Nú gefst Íslendingum kostur á að hlusta á gítarleikarann Rusty Anderson. Nafnið Rusty Anderson hringir kannski ekki bjöllum hjá mjög mörgum en engu að síður hefur hann spilað fyrir milljónir manna um allan heim en í rúman áratug hefur hann verið aðalgítarleikari Paul McCartney, bítilsins fræga. Þá hefur hann líka spilað inn á plötur Elton Johns. „Á fyrstu stóru tónleikunum okkar held ég að hafi verið 500 þúsund manns, í Róm, fyrir framan Colosseum. Það var sannarlega gaman. Þegar maður horfði út í fjarskann sá maður mannhafið. Fólkið hélt kveikjurum á lofti og þetta var eins og hafsjór eldflugna. Þetta náði út í endalausan fjarskann," segir hann. „ Og Ólympíuleikarnir? Já, við skulum ekki gleyma Ólympíuleikunum. Það var mikið sjónarspil, flugeldar, fallhlífastökkvarar og urmull leikara. Það var toppurinn." En Rusty lætur sér ekki nægja að spila með McCartney heldur hefur hann gefið út þrjár plötur með frumsömdu efni. Síðustu misserin hefur hann spilað með íslenska trommaranum Karli Pétri Smith sem búið hefur í Los Angeles til fjölda ára. Karl Pétur er nú fluttur heim og það er ástæðan fyrir heimsókn Rustys hingað til lands. Hann hóaði einnig í Andreu Gylfadóttur og drengina í Sniglabandinu og hópurinn hefur síðustu daga æft af krafti fyrir þrenna tónleika. Þeir fyrstu voru Austurbæ á fimmtudaginn var og í kvöld treður hann upp á Græna hattinum á Akureyri. Ferðinni líkur svo á kaffi Rósenberg 22. október.En getur Rusty ekki dregið Sir Paul hingað til lands? „Ég skal leggja inn gott orð og sjá hvað gerist," segir hann.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira