Sátt um auðlindastefnu Arnar Guðmundsson skrifar 26. júní 2012 09:30 Allt frá skýrslu Auðlindanefndar árið 2000 má sjá sömu grundvallaratriðin í skýrslum og stefnumótun um auðlindamál. Verkefni Auðlindastefnunefndar er að draga þessi atriði saman og byggja á þeim tillögur um umsýslu auðlinda. Búið er að byggja upp rannsóknir og ráðgjöf vegna ákvarðana um verndun og nýtingu auk eftirlits. En þriðju stoð heildstæðrar auðlindastefnu vantar enn; það er hvernig handhafar sérleyfa eru valdir, til hve langs tíma leyfin gilda og hvernig mögulegum umframarði, sem stafar af verðmæti sameiginlegra auðlinda, er skipt milli sérleyfishafa og þjóðarinnar sem eiganda eða umsjónaraðila. Rauði þráðurinn í auðlindavinnu síðustu ára er að sérleyfum til nýtingar auðlinda verði aðeins úthlutað tímabundið, gegn gjaldi og með gagnsæjum hætti á grundvelli jafnræðissjónarmiða. Líklegt er að um þetta ríki sátt enda grunnurinn að t.d. löggjöf um leit og vinnslu olíu eða jarðgass innan íslenskrar lögsögu. Þar er einnig lagt upp með að auðlindarentunni, eða umframarðinum sem verðmæti sjálfrar auðlindarinnar skapar, sé skipt milli sérleyfishafa og þjóðarinnar. Eða hvernig svara stjórnmálaflokkar annars þeirri spurningu hver sé raunverulegur eigandi olíu sem finnst innan íslenskrar lögsögu? Þegar við höfum sammælst um grundvallaratriðin er auðveldara að útfæra stefnuna fyrir einstakar auðlindir þar sem tekið er tillit til mismunandi eðlis þeirra. Leiðin til sátta í auðlindamálum er annars vegar skýrar og gagnsæjar grundvallarreglur, að þjóðin njóti sanngjarns hluta umframarðsins af sínum verðmætustu auðlindum og hann sé sýnilegur og hins vegar að þær atvinnugreinar sem byggja á auðlindanýtingu búi við sem eðlilegust rekstrarskilyrði þannig að auðlindarentan verði hámörkuð öllum til hagsældar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Allt frá skýrslu Auðlindanefndar árið 2000 má sjá sömu grundvallaratriðin í skýrslum og stefnumótun um auðlindamál. Verkefni Auðlindastefnunefndar er að draga þessi atriði saman og byggja á þeim tillögur um umsýslu auðlinda. Búið er að byggja upp rannsóknir og ráðgjöf vegna ákvarðana um verndun og nýtingu auk eftirlits. En þriðju stoð heildstæðrar auðlindastefnu vantar enn; það er hvernig handhafar sérleyfa eru valdir, til hve langs tíma leyfin gilda og hvernig mögulegum umframarði, sem stafar af verðmæti sameiginlegra auðlinda, er skipt milli sérleyfishafa og þjóðarinnar sem eiganda eða umsjónaraðila. Rauði þráðurinn í auðlindavinnu síðustu ára er að sérleyfum til nýtingar auðlinda verði aðeins úthlutað tímabundið, gegn gjaldi og með gagnsæjum hætti á grundvelli jafnræðissjónarmiða. Líklegt er að um þetta ríki sátt enda grunnurinn að t.d. löggjöf um leit og vinnslu olíu eða jarðgass innan íslenskrar lögsögu. Þar er einnig lagt upp með að auðlindarentunni, eða umframarðinum sem verðmæti sjálfrar auðlindarinnar skapar, sé skipt milli sérleyfishafa og þjóðarinnar. Eða hvernig svara stjórnmálaflokkar annars þeirri spurningu hver sé raunverulegur eigandi olíu sem finnst innan íslenskrar lögsögu? Þegar við höfum sammælst um grundvallaratriðin er auðveldara að útfæra stefnuna fyrir einstakar auðlindir þar sem tekið er tillit til mismunandi eðlis þeirra. Leiðin til sátta í auðlindamálum er annars vegar skýrar og gagnsæjar grundvallarreglur, að þjóðin njóti sanngjarns hluta umframarðsins af sínum verðmætustu auðlindum og hann sé sýnilegur og hins vegar að þær atvinnugreinar sem byggja á auðlindanýtingu búi við sem eðlilegust rekstrarskilyrði þannig að auðlindarentan verði hámörkuð öllum til hagsældar.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar