Fylgi nýnasista vex hratt 1. maí 2012 04:00 Þrátt fyrir augljós áhrif frá myndmáli þýskra nasista vilja liðsmenn Gylltrar dögunar ekki láta kalla sig nýnasista. Fréttablaðið/AP Samkvæmt skoðanakönnunum gætu þingkosningarnar í Grikklandi, sem haldnar verða um næstu helgi, skilað Gylltri dögun, litlum flokki þjóðernisöfgamanna, um það bil fimm prósentum atkvæða. Það er vel yfir þriggja prósenta markinu, sem þarf til að komast á þing. Flokkurinn var stofnaður fyrir nærri tveimur áratugum en hefur dregið að sér fylgi í efnahagsþrengingunum, sem hafa kostað fjölda fólks atvinnu og eftirlaun. Margir kjósendur virðast ætla að forðast hófsamari flokka sem hafa verið við stjórnvölinn síðustu árin, hvort heldur þeir eru á vinstri eða hægri kantinum. Fólki finnst það svikið og leitar heldur til jaðarflokka sem hafa uppi stóryrði og boða róttækar breytingar. „Gyllt dögun er á móti þessu spillta valdakerfi. Allir þeir sem bera ábyrgð á sóun almannafjár verða að fara í fangelsi. Það er forgangsmál okkar,“ segir Ilias Kasidiaris, rúmlega þrítugur flokksfélagi sem var um skeið í sérsveit gríska hersins. Félagar flokksins klæðast svörtu, bera fána sem minna á þýska nasista frá Hitlerstímanum og merki flokksins er greinilega ættað frá nasistum. Samt neita þeir tengslum við þýska nasista, enda voru feður þeirra margra í andspyrnuhreyfingunni í Grikklandi og börðust gegn hernámi Þjóðverja. „Við erum grískir þjóðernissinnar. Ekkert meira og ekkert minna en það,“ segir Kasidiaris. Þeir hafa farið víða um land í kosningabaráttu sinni og heimsækja kaffihús og verslanir til að ræða við fólk. Þeir hafa safnað bæði matargjöfum og fötum til að afhenda fólki sem á í erfiðleikum. Þeir lofa því að reka útlendinga úr landi og tryggja öryggi fólks gegn glæpamönnum. Meðal annars vilja þeir loka landamærunum með jarðsprengjubelti til að koma í veg fyrir straum ólöglegra innflytjenda til Grikklands frá nágrannaríkjunum. Innflytjendur hafa sumir orðið illa fyrir barðinu á þessum harðskeyttu þjóðernissinnum undanfarnar vikur og mánuði. Afleiðingarnar hefur meðal annars mátt sjá á sjúkrahúsum. Mohammed, ungur maður frá Pakistan, liggur í sjúkrarúmi í Aþenu með brotið nef, umbúðir um höfuðið og hönd í gifsi. Á sunnudagskvöldið réðust 25 manns á Mohammed og félaga hans. „Þeir spurðu bara hvaða landi við kæmum frá og fóru svo að berja okkur – með höndum og spýtum og járnstöng,“ segir Ahmad, félagi Mohammeds. Ahmad er ekki á sjúkrahúsi en meiddist engu að síður á höfði og höndum. Þeir hafa ekki látið lögregluna vita af árásinni og vilja ekki koma fram í fjölmiðlum undir fullu nafni. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Samkvæmt skoðanakönnunum gætu þingkosningarnar í Grikklandi, sem haldnar verða um næstu helgi, skilað Gylltri dögun, litlum flokki þjóðernisöfgamanna, um það bil fimm prósentum atkvæða. Það er vel yfir þriggja prósenta markinu, sem þarf til að komast á þing. Flokkurinn var stofnaður fyrir nærri tveimur áratugum en hefur dregið að sér fylgi í efnahagsþrengingunum, sem hafa kostað fjölda fólks atvinnu og eftirlaun. Margir kjósendur virðast ætla að forðast hófsamari flokka sem hafa verið við stjórnvölinn síðustu árin, hvort heldur þeir eru á vinstri eða hægri kantinum. Fólki finnst það svikið og leitar heldur til jaðarflokka sem hafa uppi stóryrði og boða róttækar breytingar. „Gyllt dögun er á móti þessu spillta valdakerfi. Allir þeir sem bera ábyrgð á sóun almannafjár verða að fara í fangelsi. Það er forgangsmál okkar,“ segir Ilias Kasidiaris, rúmlega þrítugur flokksfélagi sem var um skeið í sérsveit gríska hersins. Félagar flokksins klæðast svörtu, bera fána sem minna á þýska nasista frá Hitlerstímanum og merki flokksins er greinilega ættað frá nasistum. Samt neita þeir tengslum við þýska nasista, enda voru feður þeirra margra í andspyrnuhreyfingunni í Grikklandi og börðust gegn hernámi Þjóðverja. „Við erum grískir þjóðernissinnar. Ekkert meira og ekkert minna en það,“ segir Kasidiaris. Þeir hafa farið víða um land í kosningabaráttu sinni og heimsækja kaffihús og verslanir til að ræða við fólk. Þeir hafa safnað bæði matargjöfum og fötum til að afhenda fólki sem á í erfiðleikum. Þeir lofa því að reka útlendinga úr landi og tryggja öryggi fólks gegn glæpamönnum. Meðal annars vilja þeir loka landamærunum með jarðsprengjubelti til að koma í veg fyrir straum ólöglegra innflytjenda til Grikklands frá nágrannaríkjunum. Innflytjendur hafa sumir orðið illa fyrir barðinu á þessum harðskeyttu þjóðernissinnum undanfarnar vikur og mánuði. Afleiðingarnar hefur meðal annars mátt sjá á sjúkrahúsum. Mohammed, ungur maður frá Pakistan, liggur í sjúkrarúmi í Aþenu með brotið nef, umbúðir um höfuðið og hönd í gifsi. Á sunnudagskvöldið réðust 25 manns á Mohammed og félaga hans. „Þeir spurðu bara hvaða landi við kæmum frá og fóru svo að berja okkur – með höndum og spýtum og járnstöng,“ segir Ahmad, félagi Mohammeds. Ahmad er ekki á sjúkrahúsi en meiddist engu að síður á höfði og höndum. Þeir hafa ekki látið lögregluna vita af árásinni og vilja ekki koma fram í fjölmiðlum undir fullu nafni. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira