Fylgi nýnasista vex hratt 1. maí 2012 04:00 Þrátt fyrir augljós áhrif frá myndmáli þýskra nasista vilja liðsmenn Gylltrar dögunar ekki láta kalla sig nýnasista. Fréttablaðið/AP Samkvæmt skoðanakönnunum gætu þingkosningarnar í Grikklandi, sem haldnar verða um næstu helgi, skilað Gylltri dögun, litlum flokki þjóðernisöfgamanna, um það bil fimm prósentum atkvæða. Það er vel yfir þriggja prósenta markinu, sem þarf til að komast á þing. Flokkurinn var stofnaður fyrir nærri tveimur áratugum en hefur dregið að sér fylgi í efnahagsþrengingunum, sem hafa kostað fjölda fólks atvinnu og eftirlaun. Margir kjósendur virðast ætla að forðast hófsamari flokka sem hafa verið við stjórnvölinn síðustu árin, hvort heldur þeir eru á vinstri eða hægri kantinum. Fólki finnst það svikið og leitar heldur til jaðarflokka sem hafa uppi stóryrði og boða róttækar breytingar. „Gyllt dögun er á móti þessu spillta valdakerfi. Allir þeir sem bera ábyrgð á sóun almannafjár verða að fara í fangelsi. Það er forgangsmál okkar,“ segir Ilias Kasidiaris, rúmlega þrítugur flokksfélagi sem var um skeið í sérsveit gríska hersins. Félagar flokksins klæðast svörtu, bera fána sem minna á þýska nasista frá Hitlerstímanum og merki flokksins er greinilega ættað frá nasistum. Samt neita þeir tengslum við þýska nasista, enda voru feður þeirra margra í andspyrnuhreyfingunni í Grikklandi og börðust gegn hernámi Þjóðverja. „Við erum grískir þjóðernissinnar. Ekkert meira og ekkert minna en það,“ segir Kasidiaris. Þeir hafa farið víða um land í kosningabaráttu sinni og heimsækja kaffihús og verslanir til að ræða við fólk. Þeir hafa safnað bæði matargjöfum og fötum til að afhenda fólki sem á í erfiðleikum. Þeir lofa því að reka útlendinga úr landi og tryggja öryggi fólks gegn glæpamönnum. Meðal annars vilja þeir loka landamærunum með jarðsprengjubelti til að koma í veg fyrir straum ólöglegra innflytjenda til Grikklands frá nágrannaríkjunum. Innflytjendur hafa sumir orðið illa fyrir barðinu á þessum harðskeyttu þjóðernissinnum undanfarnar vikur og mánuði. Afleiðingarnar hefur meðal annars mátt sjá á sjúkrahúsum. Mohammed, ungur maður frá Pakistan, liggur í sjúkrarúmi í Aþenu með brotið nef, umbúðir um höfuðið og hönd í gifsi. Á sunnudagskvöldið réðust 25 manns á Mohammed og félaga hans. „Þeir spurðu bara hvaða landi við kæmum frá og fóru svo að berja okkur – með höndum og spýtum og járnstöng,“ segir Ahmad, félagi Mohammeds. Ahmad er ekki á sjúkrahúsi en meiddist engu að síður á höfði og höndum. Þeir hafa ekki látið lögregluna vita af árásinni og vilja ekki koma fram í fjölmiðlum undir fullu nafni. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Samkvæmt skoðanakönnunum gætu þingkosningarnar í Grikklandi, sem haldnar verða um næstu helgi, skilað Gylltri dögun, litlum flokki þjóðernisöfgamanna, um það bil fimm prósentum atkvæða. Það er vel yfir þriggja prósenta markinu, sem þarf til að komast á þing. Flokkurinn var stofnaður fyrir nærri tveimur áratugum en hefur dregið að sér fylgi í efnahagsþrengingunum, sem hafa kostað fjölda fólks atvinnu og eftirlaun. Margir kjósendur virðast ætla að forðast hófsamari flokka sem hafa verið við stjórnvölinn síðustu árin, hvort heldur þeir eru á vinstri eða hægri kantinum. Fólki finnst það svikið og leitar heldur til jaðarflokka sem hafa uppi stóryrði og boða róttækar breytingar. „Gyllt dögun er á móti þessu spillta valdakerfi. Allir þeir sem bera ábyrgð á sóun almannafjár verða að fara í fangelsi. Það er forgangsmál okkar,“ segir Ilias Kasidiaris, rúmlega þrítugur flokksfélagi sem var um skeið í sérsveit gríska hersins. Félagar flokksins klæðast svörtu, bera fána sem minna á þýska nasista frá Hitlerstímanum og merki flokksins er greinilega ættað frá nasistum. Samt neita þeir tengslum við þýska nasista, enda voru feður þeirra margra í andspyrnuhreyfingunni í Grikklandi og börðust gegn hernámi Þjóðverja. „Við erum grískir þjóðernissinnar. Ekkert meira og ekkert minna en það,“ segir Kasidiaris. Þeir hafa farið víða um land í kosningabaráttu sinni og heimsækja kaffihús og verslanir til að ræða við fólk. Þeir hafa safnað bæði matargjöfum og fötum til að afhenda fólki sem á í erfiðleikum. Þeir lofa því að reka útlendinga úr landi og tryggja öryggi fólks gegn glæpamönnum. Meðal annars vilja þeir loka landamærunum með jarðsprengjubelti til að koma í veg fyrir straum ólöglegra innflytjenda til Grikklands frá nágrannaríkjunum. Innflytjendur hafa sumir orðið illa fyrir barðinu á þessum harðskeyttu þjóðernissinnum undanfarnar vikur og mánuði. Afleiðingarnar hefur meðal annars mátt sjá á sjúkrahúsum. Mohammed, ungur maður frá Pakistan, liggur í sjúkrarúmi í Aþenu með brotið nef, umbúðir um höfuðið og hönd í gifsi. Á sunnudagskvöldið réðust 25 manns á Mohammed og félaga hans. „Þeir spurðu bara hvaða landi við kæmum frá og fóru svo að berja okkur – með höndum og spýtum og járnstöng,“ segir Ahmad, félagi Mohammeds. Ahmad er ekki á sjúkrahúsi en meiddist engu að síður á höfði og höndum. Þeir hafa ekki látið lögregluna vita af árásinni og vilja ekki koma fram í fjölmiðlum undir fullu nafni. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira