Bólusetning kom í veg fyrir 20.000 svínaflensusýkingar 8. október 2012 00:00 Fyrir réttum þremur árum voru 150 þúsund Íslendingar bólusettir á nokkurra vikna tímabili. fréttablaðið/vilhelm Sóttvarnalæknir áætlar að á Íslandi hafi bólusetning gegn svínainflúensu veturinn 2009/2010 komið í veg fyrir 20 þúsund sýkingar hið minnsta, 70 sjúkrahúsinnlagnir, sjö innlagnir á gjörgæsludeild og eitt dauðsfall. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að margir hafi þegar gleymt því ástandi sem hér kom upp vegna svínainflúensunnar, og megi kannski skýra það með því að þjóðin var uppteknari af hruninu en nokkru öðru á þeim tíma. ?Hins vegar var íslenskt heilbrigðiskerfi þanið til hins ýtrasta um tíma; gjörgæsludeildir voru fullar af fólki og margir fleiri mjög veikir. Við hefðum ekki mátt við neinu, slysum eða öðru. Tveir einstaklingar létust vegna inflúensunnar hið minnsta, svo sannað sé. Það er engin spurning að átakið kom í veg fyrir að faraldurinn héldi áfram á fullum krafti.? Á Íslandi voru 150 þúsund manns bólusettir með bóluefninu Pandemrix, en stjórnvöld samþykktu að kaupa 300 þúsund skammta af lyfinu í september 2009. Kostnaðurinn við þá aðgerð var 380 milljónir króna á þeim tíma, en þá var talið að hver sem kysi að láta bólusetja sig þyrfti tvo skammta af lyfinu. Einn skammtur reyndist hins vegar nóg, að sögn Haraldar og því gekk töluvert magn bóluefnisins af. Viðmælendur Fréttablaðsins segja að erfitt sé að meta árangur bólusetningarinnar í krónum og aurum en ljóst sé að stórar upphæðir hafi sparast. Haraldur segir niðurstöðurnar samrýmast mati sænsku sóttvarnastofnunarinnar, en í nýlegu uppgjöri hennar vegna svínaflensunnar þar í landi kemur fram að bólusetningin hafi komið í veg fyrir 60 dauðsföll, 1.400 sjúkrahúsinnlagnir og um 200 innlagnir á gjörgæsludeild. Eins og hér á landi var um helmingur sænsku þjóðarinnar bólusettur með Pandemrix á ofangreindu tímabili. Haraldur segir að átakið sé það stærsta í íslenskri sögu og leita þurfi aftur til áranna 1954 og 1955 til að finna eitthvað viðlíka, en þá var reynt að bólusetja sem allra flesta vegna lömunarveikifaraldurs sem þá gekk yfir landið.- shá Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Sóttvarnalæknir áætlar að á Íslandi hafi bólusetning gegn svínainflúensu veturinn 2009/2010 komið í veg fyrir 20 þúsund sýkingar hið minnsta, 70 sjúkrahúsinnlagnir, sjö innlagnir á gjörgæsludeild og eitt dauðsfall. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að margir hafi þegar gleymt því ástandi sem hér kom upp vegna svínainflúensunnar, og megi kannski skýra það með því að þjóðin var uppteknari af hruninu en nokkru öðru á þeim tíma. ?Hins vegar var íslenskt heilbrigðiskerfi þanið til hins ýtrasta um tíma; gjörgæsludeildir voru fullar af fólki og margir fleiri mjög veikir. Við hefðum ekki mátt við neinu, slysum eða öðru. Tveir einstaklingar létust vegna inflúensunnar hið minnsta, svo sannað sé. Það er engin spurning að átakið kom í veg fyrir að faraldurinn héldi áfram á fullum krafti.? Á Íslandi voru 150 þúsund manns bólusettir með bóluefninu Pandemrix, en stjórnvöld samþykktu að kaupa 300 þúsund skammta af lyfinu í september 2009. Kostnaðurinn við þá aðgerð var 380 milljónir króna á þeim tíma, en þá var talið að hver sem kysi að láta bólusetja sig þyrfti tvo skammta af lyfinu. Einn skammtur reyndist hins vegar nóg, að sögn Haraldar og því gekk töluvert magn bóluefnisins af. Viðmælendur Fréttablaðsins segja að erfitt sé að meta árangur bólusetningarinnar í krónum og aurum en ljóst sé að stórar upphæðir hafi sparast. Haraldur segir niðurstöðurnar samrýmast mati sænsku sóttvarnastofnunarinnar, en í nýlegu uppgjöri hennar vegna svínaflensunnar þar í landi kemur fram að bólusetningin hafi komið í veg fyrir 60 dauðsföll, 1.400 sjúkrahúsinnlagnir og um 200 innlagnir á gjörgæsludeild. Eins og hér á landi var um helmingur sænsku þjóðarinnar bólusettur með Pandemrix á ofangreindu tímabili. Haraldur segir að átakið sé það stærsta í íslenskri sögu og leita þurfi aftur til áranna 1954 og 1955 til að finna eitthvað viðlíka, en þá var reynt að bólusetja sem allra flesta vegna lömunarveikifaraldurs sem þá gekk yfir landið.- shá
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira