Ofurfyrirsætan og Victoria Secret engillinn Adriana Lima var mynduð um helgina eftir að hafa lokið við æfingu. Fyrirsætan virtist örmagna þar sem hún sat á bekk eftir langt útihlaup með þjálfara sínum.
Fyrirsætan hefur talað opinskátt um þær aðferðir sem hún notast við þegar styttist í aðal sýningu ársins, þar að segja Victoria Secret tískusýninguna en fyrir hana drekkur Lima aðeins ferska safa í nokkra daga.
Sex vikum fyrir sýningu neytir hún svo hvorki kolvetna ne fitu og æfir tvisvar sinnum á dag. Fyrirsætan viðurkenndi í viðtali á döfinni að um mikla öfga væri að ræða.
Örmagna ofurfyrirsæta
