Innlent

Tvær bílveltur í Vatnsskarði

Engin slasaðist alvarlega í tveimur bílveltum á Vatnsskarði á Norðurlandsvegi í gærkvöldi, í mikilli ísingu, sem myndaðist í slydduéljum þar á veginum.

Fjögur ungmenni sem voru í öðrum bílnum og karlmaður á áttræðisaldri, sem var í hinum, voru flutt með sjúkrabílum á sjúkrahúsið á Blönduósi til aðhlynningar.

Fleiri ökumenn lentu i vandræðum víðar á fjallvegum norðvestanlands og höfnuðu nokkrir bílar utan vegar.  Svo dró úr éljunum, en í nótt frysti víða á fjallvegum þannig að búast má við hálku allvíða norðvestanlands og jafnvel sumstaðar á láglendi í sama landshluta.

Að sögn lögreglu á Blönduósi voru flestir bílarnir, sem lentu í erfiðleikum í gærkvöldi, á sumardekkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×