Innlent

Fleiri konur kusu í síðustu forsetakosningum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands. mynd/ gva.
Töluvert fleiri konur greiddu atkvæði í síðustu forsetakosningum en karlar. Þetta kemur fram í tölum sem birtust á Hagstofunni í morgun. Kosningaþátttaka karla var 65,8% en kosningaþátttaka kvenna var 72,7%. Alls greiddu 69,3% landsmanna atkvæði. Eins og fram hefur komið í sumar var hlutfall utankjörfundaratkvæða af greiddum atkvæðum var óvenjuhátt eða 23,4%, en það skýrist meðal annars af því að kosningarnar fóru fram fyrstu helgina í júlí. Það er ein mesta ferðahelgi ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×