Innlent

Fyrsta mark Grétars Rafns tryggði Kayserispor þrjú stig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grétar Rafn Steinsson.
Grétar Rafn Steinsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Grétar Rafn Steinsson opnaði markareikning sinn hjá tyrkneska félaginu Kayserispor í gær þegar hann skoraði sigurmark liðsins á móti Mersin. Kayserispor vann leikinn 2-1 en hann var spilaður á heimavelli Kayserispor.

Grétar Rafn skoraði sigurmarkið á 77. mínútu leiksins með skalla eftir hornspyrnu Argentínumannsins Pablo Mouche. Þetta var fjórði leikur Grétars með Kayserispor en hann lék sem fyrr í hægri bakvarðarstöðunni.

Kayserispor var með nýjan þjálfara í þessum leik því Shota Arveladze var rekinn eftir 4-0 tap á móti Genclerbirligi í leiknum á undan. Grétar Rafn missti reyndar af þeim leik. Jan Nederburgh stýrði liðinu í gær.

Grétar Rafn er í landsliðshópi Lars Lagerback og næsti leikur hans er á móti Albaníu á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×