Tálknfirðingar deila vegna Hjallastefnunnar Andri Ólafsson skrifar 8. október 2012 20:36 Menntamálaráðuneytið varaði Tálknafjörð oft við því að gera samning við Hjallastefnuna um rekstur grunnskólans í bænum. Formaður sambands sveitarfélaga segir að bærinn sé í fullum rétti. Síðasta vor hóf Tálknafjörður að ræða við ráðuneytið um að láta Hjallastefnuna reka grunnakólann í bænum. Í byrjun júní svaraði ráðuneytið, sagði að það þyrfti sérstaka heimild til þes að gera þetta sem menntamálaráðherra einn gæti veitt. Áfram var talað saman. Tálknfirðingar kynntu hugmyndir um aðkomu Hjallastefnunnar að rekstrinum en menntamálaráðuneytið sagði að tilskilin leyfi fyrir þess háttar rekstri yrði ekki tilbúin í tæka tíð fyrir nýtt skólaár. Ráðuneytið stakk þess í stað upp á lausn. Að nýr skólastjóri yrði ráðinn á Tálknafjörð sem smám saman gæti innleitt þætti úr Hjallastefnunni inn í skólann. Og það var gert. Í júlí var Margrét Pála Ólafsdóttir stofnandi Hjallastefnunnar ráðin sem skólastjóri. Málið var kynnt eins og hún og aðrir kennarar yrðu starfsmenn bæjarins en að Margrét myndi hefja aðlögun að Hjallastefnunni sem yrði svo tekin upp að fullu á næsta skólaári, þá með öll tilkskilin leyfi frá ráðuneytinu. En sú varð ekki raunin. Því tveimur vikum eftir ráðningu Margrétar tilkynntu Tálknfirðingar að þeir hefðu veitt Hjallastefnunni ehf. umboð til að reka grunnskóla bæjarins. Margrét Pála og allir kennarar og starfsmenn skólans eru því starfsmenn Hjallastefnunnar. Ráðuneytið telur þetta lögbrot og hefur vísað málinu til meðferðar hjá innanríkisráðuneytinu. En það eru hins vegar ekki allir sammála um að þetta sé brot á lögum. „Okkar mat er það að ráðuneytið hefði átt að heimila Tálknafjarðarhreppi þessa starfsemi," segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga. Lögfræðingar sambandsins hafa verið fulltrúum Tálknfirðinga innan handar frá upphafi málsins og segir Halldór að þeir gagnrýni mjög tregðu ráðuneytisins í málinu. Viðmælendur úr menntamálaráðuneytinu eru hins vegar á annarri skoðun. Talað er um að formsatriðum hafi ekki verið fylgt og viðvaranir hafðar að engu. Innanríkis fer með sveitarstjórnarmál og mun úrskurða í málinu eftir að hafa heyrt sjónarmið beggja aðila. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
Menntamálaráðuneytið varaði Tálknafjörð oft við því að gera samning við Hjallastefnuna um rekstur grunnskólans í bænum. Formaður sambands sveitarfélaga segir að bærinn sé í fullum rétti. Síðasta vor hóf Tálknafjörður að ræða við ráðuneytið um að láta Hjallastefnuna reka grunnakólann í bænum. Í byrjun júní svaraði ráðuneytið, sagði að það þyrfti sérstaka heimild til þes að gera þetta sem menntamálaráðherra einn gæti veitt. Áfram var talað saman. Tálknfirðingar kynntu hugmyndir um aðkomu Hjallastefnunnar að rekstrinum en menntamálaráðuneytið sagði að tilskilin leyfi fyrir þess háttar rekstri yrði ekki tilbúin í tæka tíð fyrir nýtt skólaár. Ráðuneytið stakk þess í stað upp á lausn. Að nýr skólastjóri yrði ráðinn á Tálknafjörð sem smám saman gæti innleitt þætti úr Hjallastefnunni inn í skólann. Og það var gert. Í júlí var Margrét Pála Ólafsdóttir stofnandi Hjallastefnunnar ráðin sem skólastjóri. Málið var kynnt eins og hún og aðrir kennarar yrðu starfsmenn bæjarins en að Margrét myndi hefja aðlögun að Hjallastefnunni sem yrði svo tekin upp að fullu á næsta skólaári, þá með öll tilkskilin leyfi frá ráðuneytinu. En sú varð ekki raunin. Því tveimur vikum eftir ráðningu Margrétar tilkynntu Tálknfirðingar að þeir hefðu veitt Hjallastefnunni ehf. umboð til að reka grunnskóla bæjarins. Margrét Pála og allir kennarar og starfsmenn skólans eru því starfsmenn Hjallastefnunnar. Ráðuneytið telur þetta lögbrot og hefur vísað málinu til meðferðar hjá innanríkisráðuneytinu. En það eru hins vegar ekki allir sammála um að þetta sé brot á lögum. „Okkar mat er það að ráðuneytið hefði átt að heimila Tálknafjarðarhreppi þessa starfsemi," segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga. Lögfræðingar sambandsins hafa verið fulltrúum Tálknfirðinga innan handar frá upphafi málsins og segir Halldór að þeir gagnrýni mjög tregðu ráðuneytisins í málinu. Viðmælendur úr menntamálaráðuneytinu eru hins vegar á annarri skoðun. Talað er um að formsatriðum hafi ekki verið fylgt og viðvaranir hafðar að engu. Innanríkis fer með sveitarstjórnarmál og mun úrskurða í málinu eftir að hafa heyrt sjónarmið beggja aðila.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira