Tálknfirðingar deila vegna Hjallastefnunnar Andri Ólafsson skrifar 8. október 2012 20:36 Menntamálaráðuneytið varaði Tálknafjörð oft við því að gera samning við Hjallastefnuna um rekstur grunnskólans í bænum. Formaður sambands sveitarfélaga segir að bærinn sé í fullum rétti. Síðasta vor hóf Tálknafjörður að ræða við ráðuneytið um að láta Hjallastefnuna reka grunnakólann í bænum. Í byrjun júní svaraði ráðuneytið, sagði að það þyrfti sérstaka heimild til þes að gera þetta sem menntamálaráðherra einn gæti veitt. Áfram var talað saman. Tálknfirðingar kynntu hugmyndir um aðkomu Hjallastefnunnar að rekstrinum en menntamálaráðuneytið sagði að tilskilin leyfi fyrir þess háttar rekstri yrði ekki tilbúin í tæka tíð fyrir nýtt skólaár. Ráðuneytið stakk þess í stað upp á lausn. Að nýr skólastjóri yrði ráðinn á Tálknafjörð sem smám saman gæti innleitt þætti úr Hjallastefnunni inn í skólann. Og það var gert. Í júlí var Margrét Pála Ólafsdóttir stofnandi Hjallastefnunnar ráðin sem skólastjóri. Málið var kynnt eins og hún og aðrir kennarar yrðu starfsmenn bæjarins en að Margrét myndi hefja aðlögun að Hjallastefnunni sem yrði svo tekin upp að fullu á næsta skólaári, þá með öll tilkskilin leyfi frá ráðuneytinu. En sú varð ekki raunin. Því tveimur vikum eftir ráðningu Margrétar tilkynntu Tálknfirðingar að þeir hefðu veitt Hjallastefnunni ehf. umboð til að reka grunnskóla bæjarins. Margrét Pála og allir kennarar og starfsmenn skólans eru því starfsmenn Hjallastefnunnar. Ráðuneytið telur þetta lögbrot og hefur vísað málinu til meðferðar hjá innanríkisráðuneytinu. En það eru hins vegar ekki allir sammála um að þetta sé brot á lögum. „Okkar mat er það að ráðuneytið hefði átt að heimila Tálknafjarðarhreppi þessa starfsemi," segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga. Lögfræðingar sambandsins hafa verið fulltrúum Tálknfirðinga innan handar frá upphafi málsins og segir Halldór að þeir gagnrýni mjög tregðu ráðuneytisins í málinu. Viðmælendur úr menntamálaráðuneytinu eru hins vegar á annarri skoðun. Talað er um að formsatriðum hafi ekki verið fylgt og viðvaranir hafðar að engu. Innanríkis fer með sveitarstjórnarmál og mun úrskurða í málinu eftir að hafa heyrt sjónarmið beggja aðila. Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Menntamálaráðuneytið varaði Tálknafjörð oft við því að gera samning við Hjallastefnuna um rekstur grunnskólans í bænum. Formaður sambands sveitarfélaga segir að bærinn sé í fullum rétti. Síðasta vor hóf Tálknafjörður að ræða við ráðuneytið um að láta Hjallastefnuna reka grunnakólann í bænum. Í byrjun júní svaraði ráðuneytið, sagði að það þyrfti sérstaka heimild til þes að gera þetta sem menntamálaráðherra einn gæti veitt. Áfram var talað saman. Tálknfirðingar kynntu hugmyndir um aðkomu Hjallastefnunnar að rekstrinum en menntamálaráðuneytið sagði að tilskilin leyfi fyrir þess háttar rekstri yrði ekki tilbúin í tæka tíð fyrir nýtt skólaár. Ráðuneytið stakk þess í stað upp á lausn. Að nýr skólastjóri yrði ráðinn á Tálknafjörð sem smám saman gæti innleitt þætti úr Hjallastefnunni inn í skólann. Og það var gert. Í júlí var Margrét Pála Ólafsdóttir stofnandi Hjallastefnunnar ráðin sem skólastjóri. Málið var kynnt eins og hún og aðrir kennarar yrðu starfsmenn bæjarins en að Margrét myndi hefja aðlögun að Hjallastefnunni sem yrði svo tekin upp að fullu á næsta skólaári, þá með öll tilkskilin leyfi frá ráðuneytinu. En sú varð ekki raunin. Því tveimur vikum eftir ráðningu Margrétar tilkynntu Tálknfirðingar að þeir hefðu veitt Hjallastefnunni ehf. umboð til að reka grunnskóla bæjarins. Margrét Pála og allir kennarar og starfsmenn skólans eru því starfsmenn Hjallastefnunnar. Ráðuneytið telur þetta lögbrot og hefur vísað málinu til meðferðar hjá innanríkisráðuneytinu. En það eru hins vegar ekki allir sammála um að þetta sé brot á lögum. „Okkar mat er það að ráðuneytið hefði átt að heimila Tálknafjarðarhreppi þessa starfsemi," segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga. Lögfræðingar sambandsins hafa verið fulltrúum Tálknfirðinga innan handar frá upphafi málsins og segir Halldór að þeir gagnrýni mjög tregðu ráðuneytisins í málinu. Viðmælendur úr menntamálaráðuneytinu eru hins vegar á annarri skoðun. Talað er um að formsatriðum hafi ekki verið fylgt og viðvaranir hafðar að engu. Innanríkis fer með sveitarstjórnarmál og mun úrskurða í málinu eftir að hafa heyrt sjónarmið beggja aðila.
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira