
Metanól í bensín – markaðssetning tréspíra á Íslandi
Metanól, betur þekkt sem tréspíri, berst inn í mannslíkamann við neyslu, snertingu eða innöndun þar sem það veldur skæðum eituráhrifum. Neysla á 0,01 lítrum af metanóli veldur varanlegri blindu í fólki og eins lítið og 0,03 lítrar getur valdið dauða. Vegna þessarar heilsuhættu kveða Evrópureglur á um að hámarksmagn metanóls í bensíni sé innan við 3%. Þrátt fyrir þetta stefnir CRI á að framleiða 50.000.000 lítra af metanóli á ári í nýju verksmiðjunni. Jafnframt hefur fyrirtækið ítrekað verið með yfirlýsingar um að metanólvæða bílaflota Íslands með allt að 75% metanólblöndu. Er sem sagt búið að tryggja að þessar 50 milljónir lítra á ári, auk þeirrar framleiðslu sem nú þegar er hafin í Svartsengi, muni ekki komast í snertingu við fólk og eru lýðheilsusjónarmið ekki ljón í veginum?
Einhliða markaðssetningCarbon Recycling International hefur alfarið sneitt fram hjá umræðu um eituráhrif metanóls í kynningarstarfi sínu. Þess í stað er umhverfissjónarmiðum flaggað og tréspírinn markaðssettur sem „vistvænt metanól". Nafnavalið er skiljanlegt. Metanól hljómar líkt öðrum umhverfisvænum orkugjöfum, þ.e.a.s. metan og etanól og ruglar fólk þessum orkugjöfum gjarnan saman. Ekki láta blekkjast, við drekkum etanól þegar við neytum áfengis og myndum metan í meltingarvegi okkar á meðan hálft staup af metanóli veldur nægilega miklum taugaskemmdum til að blinda fullvaxinn mann.
Mótrök framleiðandaUndirritaður hefur áður fjallað um eðli metanóls, áhrif, takmarkaða notkun þess á heimsvísu og ástæður í greinaskrifum sínum í Fréttablaðinu 17. og 26. nóvember. Helstu mótrök sem bárust frá CRI voru þau að bensín innihaldi ýmis skaðleg efni og að „við umgöngumst eldsneyti daglega án þess að bera skaða af".
Þessi fullyrðing er einkennandi fyrir óábyrga markaðssetningu fyrirtækisins. Það er rétt að í bensíni er að finna ýmis skaðleg efni. Áður fyrr innihélt það blý og inniheldur m.a. efnið bensen sem er hættulegt krabbameinsvaldandi efni. Langt er síðan bensín varð blýlaust og hefur magn bensens í bensíni lækkað úr >5% í u.þ.b. 1% í flestum bensínblöndum í dag. Staðreyndin er sú að undanfarna áratugi hefur þróunin verið á þá leið að minnka magn heilsuspillandi efna í bensíni. Carbon Recycling International er greinilega með aðrar hugmyndir.
Liðkun regluverksTil þess að standa vörð um lífsgæði og heilsu, hafa víðtækar regluverksbreytingar farið fram undanfarna áratugi í Evrópu og víðar sem gagngert takmarka magn skaðlegra efna í bensíni. Tréspíri (metanól) er eitt slíkt efni og þess vegna eru reglugerðir sem kveða á um hámarksmagn þess, sem er mjög lágt (<3%). Í fyrstu ætlar CRI að blanda metanóli í bensín á Íslandi sem nemur þessu hámarki.
Skv. öðrum reglum ESB eru settar takmarkanir á heildarmagn eiturefna í bensíni á sumarmánuðum, þegar uppgufun þeirra er hvað mest. Þessa tilskipun er verið að innleiða á Íslandi en fyrirhuguð íblöndun metanóls í 3% styrk brýtur í bága við hana. Með íblönduninni fer heildarmagn hættulegra efna í bensíni yfir þessi mörk. Nú er til skoðunar innan umhverfisráðuneytisins að breyta þessum reglum og auka leyfilegt hámark þessara efna.
Hvað vilja Íslendingar?
Þetta vekur upp ýmsar spurningar. Er þetta eingöngu til þess fallið að liðka fyrir íblöndun metanóls og stuðla að auknu magni eiturefna í bensíni þvert gegn þróuninni undanfarna áratugi? Er hér verið að tefla með heilsu landsmanna í tilraunaskyni og er þetta það sem við viljum? Vega umhverfissjónarmið þyngra en lýðheilsusjónarmið í þessu samhengi eða er hér verið að fara úr öskunni í eldinn?
Aðkoma heilbrigðisyfirvalda?
Eitt er ljóst, yfirlýsingar Carbon Recycling International eru algjörlega úr takti við lýðheilsusjónarmið og reglur þar að lútandi. Allt tal þeirra um að metanól taki við af jarðolíu er óábyrgt svo ekki sé meira sagt. Tímabært er að heilbrigðisyfirvöld hafi afskipti af þessum áformum til að stemma stigu við þeirri einhliða markaðssetningu sem hér hefur átt sér stað út frá umhverfissjónarmiðum eingöngu. Til eru aðrir umhverfisvænir orkugjafar s.s. rafmagn, metan og etanól sem ekki krefjast sérstakrar meðhöndlunar skv. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni vegna eituráhrifa sinna á fólk. Annað er að segja um metanól.
Skoðun

Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Erum við á leiðinni í hnífavesti?
Davíð Bergmann skrifar

Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð
Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar

Kæfandi klámhögg sveitarstjóra
Jón Trausti Reynisson skrifar

Klár fyrir Verslunarmannahelgina?
Ágúst Mogensen skrifar

Hið tæra illa
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta!
Guðmundur Björnsson skrifar

Hæðarveiki og lyf
Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Landsvirkjun hafin yfir lög
Björg Eva Erlendsdóttir skrifar

Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik
Sveinn Ævar Sveinsson skrifar

Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans
Sigurður Kári skrifar

Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir
Erna Guðmundsdóttir skrifar

Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning?
Ómar Torfason skrifar

Trump les tölvupóstinn þinn
Mörður Áslaugarson skrifar

„Já, hvað með bara að skjóta hann!“
Þórhildur Hjaltadóttir skrifar

Heimar sem þurfa nýja umræðu!
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Sársauki annarra og samúðarþreyta
Guðrún Jónsdóttir skrifar

Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim
Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar

Alþjóðalög eða lögleysa?
Urður Hákonardóttir skrifar

Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna
Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar

GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar