Rassskellingar hafa tíðkast lengi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2012 07:00 Stemmning hjá strákunum. Íslenska karlalandsliðið í handknattleik hefur löngum verið þekkt fyrir mikla stemmningu. Hér gætir skælbrosandi Róbert Gunnarsson félaga síns Arons Pálmarssonar í knattspyrnuleik í upphafi æfingar. Alexander Petersson stendur vaktina í markinu.Fréttablaðið/Vilhelm Nýliðar í íslenska karlalandsliðinu í handknattleik hafa um árabil verið boðnir velkomnir með flengingu að loknum þeirra fyrsta leik með liðinu. Hefðin er einnig fyrir hendi í meistaraflokkum íslenskra félaga. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, segir rassskellingar hafa tíðkast sem busun hjá karlalandsliði Íslands í langan tíma. „Þetta er bara hefð og menn hafa ekki slasast að því ég best veit," segir Einar, sem var landsliðsmarkvörður Íslands um árabil. Var meðal annars markvörður liðsins sem sigraði í B-keppni heimsmeistaramótsins árið 1989. Einar segir að hefðin hafi orðið til fyrir hans kynslóð og eigi upptök sín hjá leikmönnum. Sambandið hafi til þessa ekki haft neitt um málið að segja. „Þetta er þó aðeins við lýði hjá karlalandsliðinu að því er ég best veit," segir Einar sem man eftir sinni rassskellingu þegar hann þreytti frumraun sína með landsliðinu. Hann segist ekki hafa kippt sér upp við hana. „Það er meiri áskorun að mæta inn á völlinn og spila fyrir íslenska landsliðið," segir Einar. Menn eru ekkert píndir„Menn geta komið sér undan þessu ef þeir vilja, ef þeir eru sérstaklega viðkvæmir fyrir þessu. Ef þeir vilja ekki taka þátt í þessu eru þeir ekkert teknir fyrir. Menn eru ekkert píndir," segir Freyr Brynjarsson, fyrirliði karlaliðs Hauka í handbolta. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tíðkast rassskellingar hjá fleiri liðum en Haukum. Freyr segist ekki átta sig á því hvaðan þessi flengingarhefð í íslenskum handbolta sé komin. „Einhvers staðar byrjaði þessi hefð. Þegar ég var í Val datt hún upp fyrir í nokkur ár. Svo tekur einhver vitleysingur þetta upp aftur," segir Freyr léttur. Í viðtali við Bjarka Má Elísson, nýliða í íslenska landsliðinu, á Mbl.is að loknum leiknum gegn Hollandi síðastliðinn sunnudag þakkaði hann guði fyrir að Sigfús Sigurðsson, varnartröll íslenska liðsins til margra ára, væri hættur í landsliðinu. Þó sagði hann nóg af „hörðum" körlum í liðinu til að sjá um busavígsluna. „Þegar menn eins og Fúsi og Petr Baumruk (fyrrverandi leikmaður Hauka) eru í liðinu eru menn skiljanlega hræddir við að fá þessar lúkur á sig," sagði Freyr í gamansömum tón. Tíðkast ekki í U20 landsliðinuEins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær fór Ómar Ragnarsson mikinn í gagnrýni sinni á busavígslur innan íþróttahreyfingarinnar. „Mér finnst að minnsta kosti vera takmörk fyrir því hve langt er hægt að ganga í því að pynta börn undir lögaldri, en verstu dæmin um þessa kaghýðingarbusun eru ekkert annað en pyntingar og ofbeldi," skrifaði Ómar meðal annars á síðu sína. Eftir því sem undirritaður kemst næst tíðkast busavígslurnar ekki hjá yngri flokkum í íslenskum handbolta. Tveir efnilegir handknattleiksmenn í undir 16 ára landsliði karla könnuðust hvorki við flengingar úr landsliðinu né í hjá félagsliði sínu. Þá töldu þeir slíkt ekki tíðkast hjá öðrum félögum í þeirra aldursflokki. Árni Benedikt Árnason, leikmaður Gróttu sem spilað hefur með 20 ára landsliði Íslands í síðustu verkefnum liðsins, segir rassskellingar ekki tíðkast hjá landsliðinu. Þar komi flestir leikmenn inn í liðið á sama tíma og ekki sanngjarnt að einstaka leikmenn sem bætist við síðar séu rassskelltir. Gyrtu niður um mig og flengdu allhressilega„... þær tóku mig bara á miðjupunktinum beint eftir leik, gyrtu niður um mig og flengdu allhressilega, sælla minninga," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir landsliðskona Íslands í knattspyrnu í viðtali við Monitor á síðasta ári. Þar rifjaði Margrét Lára upp vígsluathöfn að loknum fyrsta leik sínum með meistaraflokki ÍBV en þá var hún á fjórtánda aldursári. Þórhildur Ólafsdóttir, sem spilaði með ÍBV þar til hún skipti yfir í Þór/KA fyrir yfirstandandi leiktíð, man vel eftir nýliðavígslunum sem tíðkuðust í Eyjum. „Ég var fjórtán eða fimmtán ára þegar ég spilaði fyrsta leikinn minn með meistaraflokki. Þá vorum við tvær að gægjast upp í meistarflokk. Hin var tekin rækilega á einni æfingunni, girt niður um hana og rassskellt en ég slapp við þetta," segir Þórhildur og hlær. Þórhildur segir norðanstelpur hafa tekið vel á móti sér og segir yngri leikmenn liðsins fá blíðar móttökur. Þórhildur viðurkennir að hún hafi kviðið fyrir nýliðavígslun sinni. „Mér leið allavega ekkert svakalega vel því ég fékk að heyra það að ég ætti eftir að fá að kenna á því. Maður var ekkert að væla yfir þessu en kveið pínulítið," segir Þórhildur. Hún segir norðanstelpur hafa tekið vel á móti sér, enginn hafi komið nálægt afturenda hennar og þar fái yngri leikmenn liðsins blíðar móttökur. Engar nýliðavígslur. Meistaraflokkur kvenna hjá ÍBV var lagður niður tímabundið um miðjan síðasta áratug. Kristín Erna Sigurlásdóttir, núverandi leikmaður ÍBV, var líkt og Þórhildur einn af eldri leikmönnum liðsins þegar meistaraflokkurinn var endurvakinn haustið 2007. Þrátt fyrir það voru þær stöllur rétt byrjaðar í framhaldsskóla og hefðin lagðist af. Kristín Erna segir ekki útilokað að hefðin verði tekin upp að nýju í Eyjum. „Mér finnst gaman að þessu og maður ætti kannski að koma þessu í kring á nýjan leik. „Kjúllarnir" hafa aldrei fundið fyrir því að vera nýliðar. Þær eru bara hluti af eldri hópnum og kannski ágætt að þær finni fyrir því að þær séu yngri og að spila fyrstu leikina í meistaraflokki," segir Kristín Erna í gamansömum tón. Innlendar Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Stefán vann í stað Arnars Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Sjá meira
Nýliðar í íslenska karlalandsliðinu í handknattleik hafa um árabil verið boðnir velkomnir með flengingu að loknum þeirra fyrsta leik með liðinu. Hefðin er einnig fyrir hendi í meistaraflokkum íslenskra félaga. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, segir rassskellingar hafa tíðkast sem busun hjá karlalandsliði Íslands í langan tíma. „Þetta er bara hefð og menn hafa ekki slasast að því ég best veit," segir Einar, sem var landsliðsmarkvörður Íslands um árabil. Var meðal annars markvörður liðsins sem sigraði í B-keppni heimsmeistaramótsins árið 1989. Einar segir að hefðin hafi orðið til fyrir hans kynslóð og eigi upptök sín hjá leikmönnum. Sambandið hafi til þessa ekki haft neitt um málið að segja. „Þetta er þó aðeins við lýði hjá karlalandsliðinu að því er ég best veit," segir Einar sem man eftir sinni rassskellingu þegar hann þreytti frumraun sína með landsliðinu. Hann segist ekki hafa kippt sér upp við hana. „Það er meiri áskorun að mæta inn á völlinn og spila fyrir íslenska landsliðið," segir Einar. Menn eru ekkert píndir„Menn geta komið sér undan þessu ef þeir vilja, ef þeir eru sérstaklega viðkvæmir fyrir þessu. Ef þeir vilja ekki taka þátt í þessu eru þeir ekkert teknir fyrir. Menn eru ekkert píndir," segir Freyr Brynjarsson, fyrirliði karlaliðs Hauka í handbolta. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tíðkast rassskellingar hjá fleiri liðum en Haukum. Freyr segist ekki átta sig á því hvaðan þessi flengingarhefð í íslenskum handbolta sé komin. „Einhvers staðar byrjaði þessi hefð. Þegar ég var í Val datt hún upp fyrir í nokkur ár. Svo tekur einhver vitleysingur þetta upp aftur," segir Freyr léttur. Í viðtali við Bjarka Má Elísson, nýliða í íslenska landsliðinu, á Mbl.is að loknum leiknum gegn Hollandi síðastliðinn sunnudag þakkaði hann guði fyrir að Sigfús Sigurðsson, varnartröll íslenska liðsins til margra ára, væri hættur í landsliðinu. Þó sagði hann nóg af „hörðum" körlum í liðinu til að sjá um busavígsluna. „Þegar menn eins og Fúsi og Petr Baumruk (fyrrverandi leikmaður Hauka) eru í liðinu eru menn skiljanlega hræddir við að fá þessar lúkur á sig," sagði Freyr í gamansömum tón. Tíðkast ekki í U20 landsliðinuEins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær fór Ómar Ragnarsson mikinn í gagnrýni sinni á busavígslur innan íþróttahreyfingarinnar. „Mér finnst að minnsta kosti vera takmörk fyrir því hve langt er hægt að ganga í því að pynta börn undir lögaldri, en verstu dæmin um þessa kaghýðingarbusun eru ekkert annað en pyntingar og ofbeldi," skrifaði Ómar meðal annars á síðu sína. Eftir því sem undirritaður kemst næst tíðkast busavígslurnar ekki hjá yngri flokkum í íslenskum handbolta. Tveir efnilegir handknattleiksmenn í undir 16 ára landsliði karla könnuðust hvorki við flengingar úr landsliðinu né í hjá félagsliði sínu. Þá töldu þeir slíkt ekki tíðkast hjá öðrum félögum í þeirra aldursflokki. Árni Benedikt Árnason, leikmaður Gróttu sem spilað hefur með 20 ára landsliði Íslands í síðustu verkefnum liðsins, segir rassskellingar ekki tíðkast hjá landsliðinu. Þar komi flestir leikmenn inn í liðið á sama tíma og ekki sanngjarnt að einstaka leikmenn sem bætist við síðar séu rassskelltir. Gyrtu niður um mig og flengdu allhressilega„... þær tóku mig bara á miðjupunktinum beint eftir leik, gyrtu niður um mig og flengdu allhressilega, sælla minninga," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir landsliðskona Íslands í knattspyrnu í viðtali við Monitor á síðasta ári. Þar rifjaði Margrét Lára upp vígsluathöfn að loknum fyrsta leik sínum með meistaraflokki ÍBV en þá var hún á fjórtánda aldursári. Þórhildur Ólafsdóttir, sem spilaði með ÍBV þar til hún skipti yfir í Þór/KA fyrir yfirstandandi leiktíð, man vel eftir nýliðavígslunum sem tíðkuðust í Eyjum. „Ég var fjórtán eða fimmtán ára þegar ég spilaði fyrsta leikinn minn með meistaraflokki. Þá vorum við tvær að gægjast upp í meistarflokk. Hin var tekin rækilega á einni æfingunni, girt niður um hana og rassskellt en ég slapp við þetta," segir Þórhildur og hlær. Þórhildur segir norðanstelpur hafa tekið vel á móti sér og segir yngri leikmenn liðsins fá blíðar móttökur. Þórhildur viðurkennir að hún hafi kviðið fyrir nýliðavígslun sinni. „Mér leið allavega ekkert svakalega vel því ég fékk að heyra það að ég ætti eftir að fá að kenna á því. Maður var ekkert að væla yfir þessu en kveið pínulítið," segir Þórhildur. Hún segir norðanstelpur hafa tekið vel á móti sér, enginn hafi komið nálægt afturenda hennar og þar fái yngri leikmenn liðsins blíðar móttökur. Engar nýliðavígslur. Meistaraflokkur kvenna hjá ÍBV var lagður niður tímabundið um miðjan síðasta áratug. Kristín Erna Sigurlásdóttir, núverandi leikmaður ÍBV, var líkt og Þórhildur einn af eldri leikmönnum liðsins þegar meistaraflokkurinn var endurvakinn haustið 2007. Þrátt fyrir það voru þær stöllur rétt byrjaðar í framhaldsskóla og hefðin lagðist af. Kristín Erna segir ekki útilokað að hefðin verði tekin upp að nýju í Eyjum. „Mér finnst gaman að þessu og maður ætti kannski að koma þessu í kring á nýjan leik. „Kjúllarnir" hafa aldrei fundið fyrir því að vera nýliðar. Þær eru bara hluti af eldri hópnum og kannski ágætt að þær finni fyrir því að þær séu yngri og að spila fyrstu leikina í meistaraflokki," segir Kristín Erna í gamansömum tón.
Innlendar Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Stefán vann í stað Arnars Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Sjá meira