Trompa sérhagsmunir tjáningarfrelsi? Smári McCarthy skrifar 14. janúar 2012 06:00 Átta af tíu mest sóttu vefsíðum heims reiða sig nær eingöngu á framlög með einum eða öðrum hætti frá almennum notendum. Þessar síður; Google, Facebook, YouTube, Yahoo!, Baidu, Wikipedia, Blogspot og Twitter, safna og vinna úr upplýsingum sem almenningur hefur sett á veraldarvefinn, eða, sem algengara er, leyfa fólki að setja inn efni eftir eigin höfði. Flest vefsetur bjóða upp á einhverskonar gagnvirkni, hvort sem það eru samfélagsvefir eins og hið kínverska QQ, uppboðs- og viðskiptasíður á borð við eBay eða bloggkerfi eins og Wordpress. Á hverjum degi eru um 9.232 klukkutímar af myndböndum settir inn á YouTube, sem er ígildi þess að hafa 385 sjónvarpsstöðvar sem keyra allan sólarhringinn. 88% af efninu er nýtt, og er meðalmyndband um 3 mínútur. Þetta gefur hugmynd um stærðirnar sem er verið að tala um. Þegar samtök eins og STEF leggja til að þeim verði gefin heimild til að óska eftir ritskoðun á vefsíðum sem brjóta í bága við höfundarrétt eru þau að fara fram á það að stærstu vefsíður heims ráði til sín þúsundir manna til að ritskoða allt það efni sem sett hefur verið á netið og tryggja að í þeim felist engin höfundarlagabrot. Í tilfelli YouTube væru það um 1.154 manns, miðað við 8 tíma vaktir, og þyrfti þetta fólk að skilja öll heimsins tungumál, taka engar pásur, og hafa fullkomna vitneskju um hvað er höfundarréttarvarið og hvað ekki. Mistök gætu þýtt að YouTube yrði ritskoðað burt af netinu. Ef ekki á Íslandi, þá einhvers staðar annars staðar. Auk þess er þetta bara til að sjá um nýtt efni, en YouTube er búið að vera í gangi síðan 2005. Við gætum líka skoðað Wikipedia. Frjálsa alfræðiorðabókin hefur verið skrifuð alfarið af sjálfboðaliðum yfir 11 ára skeið. Nú eru Wikipedia útgáfur á 270 tungumálum, og í þeim eru rúmlega 19 milljónir greina með samtals um 8 milljarða orða. Enska útgáfan ein og sér hefur um fjórar milljónir greina, og er því fimmtíu sinnum stærri en næststærsta alfræðiritið á ensku. En þar sem ótal aðilar komu að verkinu og fólk hefur misjafna tilfinningu fyrir eða skilning á höfundarlögum, hvað þá þeirri staðreynd að höfundarlög eru misjöfn frá einu landi til annars – í Evrópusambandinu einu og sér býður höfundarréttartilskipunin upp á fjórar þúsundir milljarða útfærsluaðferða, sökum svokallaðra valkvæmra undantekninga – er ekki nokkur möguleiki á að efni Wikipedia stangist hvergi á við höfundarlög. Ef hugmyndir STEF næðu fram að ganga þyrfti að ráða her af sérfræðingum til að fara yfir allar greinarnar á öllum málunum og tryggja að enginn gleymdi að geta heimilda eða notaði óvart höfundarvarið efni í leyfisleysi. Einhverjir myndu segja þetta ofgert eða öfgakennt, en aðeins með svo róttækum aðgerðum gætu vefsetur verið örugg undir þessu fyrirkomulagi, sem nú er að dreifast um allan heim. Sjálfhverfa höfundarréttarsamtaka hefur náð nýjum hæðum að undanförnu, og nú eru þessir handhafar einokunarréttar á menningu okkar að heimta að tjáningarfrelsi allra verði fórnað í þágu þeirra sérhagsmuna. Slíkt ættum við ekki að taka í mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Átta af tíu mest sóttu vefsíðum heims reiða sig nær eingöngu á framlög með einum eða öðrum hætti frá almennum notendum. Þessar síður; Google, Facebook, YouTube, Yahoo!, Baidu, Wikipedia, Blogspot og Twitter, safna og vinna úr upplýsingum sem almenningur hefur sett á veraldarvefinn, eða, sem algengara er, leyfa fólki að setja inn efni eftir eigin höfði. Flest vefsetur bjóða upp á einhverskonar gagnvirkni, hvort sem það eru samfélagsvefir eins og hið kínverska QQ, uppboðs- og viðskiptasíður á borð við eBay eða bloggkerfi eins og Wordpress. Á hverjum degi eru um 9.232 klukkutímar af myndböndum settir inn á YouTube, sem er ígildi þess að hafa 385 sjónvarpsstöðvar sem keyra allan sólarhringinn. 88% af efninu er nýtt, og er meðalmyndband um 3 mínútur. Þetta gefur hugmynd um stærðirnar sem er verið að tala um. Þegar samtök eins og STEF leggja til að þeim verði gefin heimild til að óska eftir ritskoðun á vefsíðum sem brjóta í bága við höfundarrétt eru þau að fara fram á það að stærstu vefsíður heims ráði til sín þúsundir manna til að ritskoða allt það efni sem sett hefur verið á netið og tryggja að í þeim felist engin höfundarlagabrot. Í tilfelli YouTube væru það um 1.154 manns, miðað við 8 tíma vaktir, og þyrfti þetta fólk að skilja öll heimsins tungumál, taka engar pásur, og hafa fullkomna vitneskju um hvað er höfundarréttarvarið og hvað ekki. Mistök gætu þýtt að YouTube yrði ritskoðað burt af netinu. Ef ekki á Íslandi, þá einhvers staðar annars staðar. Auk þess er þetta bara til að sjá um nýtt efni, en YouTube er búið að vera í gangi síðan 2005. Við gætum líka skoðað Wikipedia. Frjálsa alfræðiorðabókin hefur verið skrifuð alfarið af sjálfboðaliðum yfir 11 ára skeið. Nú eru Wikipedia útgáfur á 270 tungumálum, og í þeim eru rúmlega 19 milljónir greina með samtals um 8 milljarða orða. Enska útgáfan ein og sér hefur um fjórar milljónir greina, og er því fimmtíu sinnum stærri en næststærsta alfræðiritið á ensku. En þar sem ótal aðilar komu að verkinu og fólk hefur misjafna tilfinningu fyrir eða skilning á höfundarlögum, hvað þá þeirri staðreynd að höfundarlög eru misjöfn frá einu landi til annars – í Evrópusambandinu einu og sér býður höfundarréttartilskipunin upp á fjórar þúsundir milljarða útfærsluaðferða, sökum svokallaðra valkvæmra undantekninga – er ekki nokkur möguleiki á að efni Wikipedia stangist hvergi á við höfundarlög. Ef hugmyndir STEF næðu fram að ganga þyrfti að ráða her af sérfræðingum til að fara yfir allar greinarnar á öllum málunum og tryggja að enginn gleymdi að geta heimilda eða notaði óvart höfundarvarið efni í leyfisleysi. Einhverjir myndu segja þetta ofgert eða öfgakennt, en aðeins með svo róttækum aðgerðum gætu vefsetur verið örugg undir þessu fyrirkomulagi, sem nú er að dreifast um allan heim. Sjálfhverfa höfundarréttarsamtaka hefur náð nýjum hæðum að undanförnu, og nú eru þessir handhafar einokunarréttar á menningu okkar að heimta að tjáningarfrelsi allra verði fórnað í þágu þeirra sérhagsmuna. Slíkt ættum við ekki að taka í mál.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun