Ræðum um staðreyndir 16. nóvember 2012 06:00 Hluti af umræðu um jarðstrengi og loftlínur hefur snúist um hve mikið dýrara það sé að leggja jarðstreng en loftlínu. Skellt hefur verið fram fullyrðingum um að jarðstrengur sé tvisvar til þrisvar sinnum dýrari eða sex sinnum dýrari eða jafnvel níu sinnum dýrari en loftlína. Því miður hafa deilur milli sveitarfélagsins Voga og Landsnets um lagningu Suðurnesjalínu 2 ekki komist á hærra stig en þetta því ekkert mat hefur farið fram á hagkvæmni framkvæmdarinnar. Til að nálgast kostnaðartölur er hægt að skoða arðsemismat sem Landsnet lét gera árið 2009 á 132 kV jarðstreng milli Nesjavalla og Geitháls, en það arðsemismat er að finna á síðunni www.öxnadalur.is. Í umræddri greinargerð Landsnets kemur fram að þjóðhagsleg hagkvæmni Nesjavallastrengsins er mjög mikil en hagkvæmni Landsnets nálægt núlli. Þjóðhagslega hagkvæmni þarf að meta samkvæmt raforkulögum en það hefur ekki verið gert með Suðurnesjalínu 2. Opinberar arðsemisupplýsingar Nesjavallastrengs eru einnig birtar á vef Landsnets. Þar kemur fram að kostnaður á kílómetra á Nesjavallastreng var þá talinn u.þ.b. 54 milljónir og er það langt fyrir neðan áætlaðan kostnað (áætlunin var þó gerð fyrir hrun íslensku krónunnar). Á sama tíma er talað um yfir 60 milljónir á km. fyrir loftlínu á 220 kV spennu. Í þessum útreikningum er fjallað um beinan stofnkostnað en Landsnet hefur ekki verið til viðræðu um líftímakostnað sem tekur með í reikninginn bæði tap og viðhald. Ef reiknaður er líftímakostnaður er hlutfallið enn þá hagstæðara, jarðstreng í hag. Lögum samkvæmt ber Landsneti að byggja upp flutningskerfi raforku á sem hagkvæmastan hátt og hafa allar tillögur fyrirtækisins á Reykjanesi miðast við það. Landsnet hefur ekki sýnt fram á kostnað með rökstuddum gögnum en á vefsíðu þeirra má finna fullyrðingar um að viðbótarkostnaður við að grafa fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2 í jörð í landi sveitarfélagsins Voga yrði um 6 milljarðar króna (17,25 km) en komi til fyrirhugaðar tvöföldunar yrði kostnaðurinn 12 milljarðar króna (http://www.sudvesturlinur.is/is/frettir/248-yfirlysing-fra-landsneti.html). Þessar upplýsingar Landsnets eru ekki í neinu samræmi við erlendar skýrslur og rannsóknir sem m.a. er að finna í heimildaskrá jarðstrengjanefndar Atvinnu- og auðlindaráðuneytisins. Landsnet hefur ekki sýnt fram á neinar raunhæfar kostnaðartölur vegna Suðurnesjalínu 2 og í umræðunni komast Landsnetsmenn upp með að slá fram hlutfallstölum sem ekki eru í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Nú árið 2012 komast þeir upp með áróður og afarkosti gagnvart sveitarstjórn og leyfa sér að leggja hvorki fram gögn um þjóðhagslega hagkvæmni né raunverulegan stofnkostnað leiðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hluti af umræðu um jarðstrengi og loftlínur hefur snúist um hve mikið dýrara það sé að leggja jarðstreng en loftlínu. Skellt hefur verið fram fullyrðingum um að jarðstrengur sé tvisvar til þrisvar sinnum dýrari eða sex sinnum dýrari eða jafnvel níu sinnum dýrari en loftlína. Því miður hafa deilur milli sveitarfélagsins Voga og Landsnets um lagningu Suðurnesjalínu 2 ekki komist á hærra stig en þetta því ekkert mat hefur farið fram á hagkvæmni framkvæmdarinnar. Til að nálgast kostnaðartölur er hægt að skoða arðsemismat sem Landsnet lét gera árið 2009 á 132 kV jarðstreng milli Nesjavalla og Geitháls, en það arðsemismat er að finna á síðunni www.öxnadalur.is. Í umræddri greinargerð Landsnets kemur fram að þjóðhagsleg hagkvæmni Nesjavallastrengsins er mjög mikil en hagkvæmni Landsnets nálægt núlli. Þjóðhagslega hagkvæmni þarf að meta samkvæmt raforkulögum en það hefur ekki verið gert með Suðurnesjalínu 2. Opinberar arðsemisupplýsingar Nesjavallastrengs eru einnig birtar á vef Landsnets. Þar kemur fram að kostnaður á kílómetra á Nesjavallastreng var þá talinn u.þ.b. 54 milljónir og er það langt fyrir neðan áætlaðan kostnað (áætlunin var þó gerð fyrir hrun íslensku krónunnar). Á sama tíma er talað um yfir 60 milljónir á km. fyrir loftlínu á 220 kV spennu. Í þessum útreikningum er fjallað um beinan stofnkostnað en Landsnet hefur ekki verið til viðræðu um líftímakostnað sem tekur með í reikninginn bæði tap og viðhald. Ef reiknaður er líftímakostnaður er hlutfallið enn þá hagstæðara, jarðstreng í hag. Lögum samkvæmt ber Landsneti að byggja upp flutningskerfi raforku á sem hagkvæmastan hátt og hafa allar tillögur fyrirtækisins á Reykjanesi miðast við það. Landsnet hefur ekki sýnt fram á kostnað með rökstuddum gögnum en á vefsíðu þeirra má finna fullyrðingar um að viðbótarkostnaður við að grafa fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2 í jörð í landi sveitarfélagsins Voga yrði um 6 milljarðar króna (17,25 km) en komi til fyrirhugaðar tvöföldunar yrði kostnaðurinn 12 milljarðar króna (http://www.sudvesturlinur.is/is/frettir/248-yfirlysing-fra-landsneti.html). Þessar upplýsingar Landsnets eru ekki í neinu samræmi við erlendar skýrslur og rannsóknir sem m.a. er að finna í heimildaskrá jarðstrengjanefndar Atvinnu- og auðlindaráðuneytisins. Landsnet hefur ekki sýnt fram á neinar raunhæfar kostnaðartölur vegna Suðurnesjalínu 2 og í umræðunni komast Landsnetsmenn upp með að slá fram hlutfallstölum sem ekki eru í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Nú árið 2012 komast þeir upp með áróður og afarkosti gagnvart sveitarstjórn og leyfa sér að leggja hvorki fram gögn um þjóðhagslega hagkvæmni né raunverulegan stofnkostnað leiðarinnar.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar