Spéfuglinn David Walliams á von á sínu fyrsta barni með eiginkonu sinni Löru Stone. David sagði aðdáendum sínum frá fréttunum á Twitter-síðu sinni.
"Yndislegar fréttir. Lara, fallega eiginkona mín, er ólétt. Við erum að fara að eignast barn! Það kemur í heiminn á næsta ári og við gætum ekki verið hamingjusamari," skrifaði grínistinn sem er þekktastur úr þáttunum Little Britain.
David og Lara eru í þjálfun því þau fengu sér Border Terrier-hundinn Bert fyrr á árinu. Þau fara með hann út um allt, hvort sem það er á fína veitingastaði eða mannamót. David hefur líka gefið út nokkrar barnabækur þannig að hann hefur nóg að lesa fyrir litla gleðigjafann.
David og Lara byrjuðu að deita í lok árs 2009 og giftu sig í maí á þessu ári.
Lífið óskar þeim innilega til hamingju!
Grófur grínisti eignast barn
