Hornsteinn í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna Belinda Theriault skrifar 21. júní 2012 06:00 Markmið Fulbright áætlunarinnar er að auka skilning á milli þjóða, treysta vináttubönd og stuðla að samstarfi. Síðan 1957 hafa íslensk og bandarísk stjórnvöld rekið Fulbright stofnun á Íslandi og átt farsælt samstarf á sviði mennta- og menningarmála í gegnum hana. Vinátta Íslands og Bandaríkjanna hefur verið báðum þjóðunum mikilvæg, allt frá 1944, þegar Bandaríkin viðurkenndu sjálfstæði Íslands. Þó að ýmislegt hafi breyst í samstarfi landanna á undanförnum áratugum, er í dag jafn mikilvægt og fyrr að hlúa að vináttu ríkjanna og treysta samvinnuna, hvort sem er á stjórnmálasviðinu, í viðskiptum eða í mennta- og menningarmálum. Einn sá hornsteinn í tvíhliðasamskiptum landanna sem enn stendur óhaggaður er Fulbright samstarfið, sem hefur verið farsælt og báðum þjóðum til hagsbóta í 55 ár. Fulbright er í dag ein helsta táknmynd hins jákvæða í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna og hefur styrkt tengsl landanna á ótal sviðum. Nálægt 1.400 Íslendingar og Bandaríkjamenn hafa hlotið Fulbright styrk á þessum tíma, bæði námsmenn í framhaldsnámi og fræðimenn. En þar með er ekki öll sagan sögð. Háskólar á Íslandi og nemendur þeirra hafa notið þess að fá hingað fræðimenn á ótal sviðum, sem auðgað hafa íslenskt háskólalíf með kennslu og rannsóknum. Ekki má heldur gleyma framlagi bandarískra nemenda og listamanna, en þessir aðilar snúa síðan heim til Bandaríkjanna með það besta frá Íslandi í farteskinu og halda flestir tryggð við land og þjóð. Þetta fólk heldur áfram að byggja brýr á milli einstaklinga og stofnana í löndunum tveimur. Þá auðga íslenskir fræðimenn og nemendur bandarískt háskólalíf og þjóðfélag, áður en þeir snúa aftur heim með þekkingu og færni til gagns fyrir íslenskt samfélag. Varanleg vinátta myndast á milli einstaklinga, samtaka og stofnana, en það styrkir tengslin yfir Atlantshafið til lengri tíma. Þannig er Fulbright mikils virði fyrir samband Íslands og Bandaríkjanna og fyrir þjóðfélagið í heild. Fulbright stendur jafnframt vörð um ákveðin gildi sem höfð eru að leiðarljósi í öllu starfi stofnunarinnar á Íslandi. Lögð er áhersla á að Fulbright styrkþegar gefi til baka til samfélagsins og láti gott af sér leiða. Samfélagsleg ábyrgð, persónuleg ábyrgð einstaklingsins, víðsýni og gagnrýn hugsun eru meðal þeirra gilda sem Fulbright stendur fyrir. Þegar styrkþegar eru valdir, þá eru þessi atriði ekki síður mikilvæg en námsárangur og leiðtogahæfni. Fulbright er öflugt vörumerki sem nýtur virðingar um heim allan. Það er ákveðin viðurkenning fyrir námsmann eða fræðimann að geta titlað sig Fulbright styrkþega og sú nafnbót opnar ýmsar dyr, meðal annars að bestu háskólum Bandaríkjanna. Það er því ekki að ástæðulausu sem ríki heims keppast við að fá aukna þátttöku í starfi Fulbright. Þó að Fulbright sé starfandi í einhverjum mæli í um 100 löndum, þá er samstarfið langsterkast þar sem Fulbright stofnun er starfandi. Slíkar stofnanir eru einungis starfræktar í 50 löndum. Í dag vilja mörg ríki fá Fulbright stofnun, en Bandaríkin hafa haft þá stefnu að fjölga þeim ekki. Þannig nýtur Ísland forréttinda sem færir landinu margfaldan ávinning miðað við stærð landsins og fjárframlag. Tengsl Íslands og Bandaríkjanna rista djúpt, því löndin deila að mörgu leyti sameiginlegri sýn og lífsgildum og eiga sameiginlega hagsmuni, þó að vissulega geti ríkin verið á öndverðum meiði í einstaka málum. Þegar við tökum það besta sem hvort landið hefur upp á að bjóða, sameinum krafta okkar, deilum hugmyndum og þekkingu og vinnum saman, þá græða allir. Svo einfalt er það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Markmið Fulbright áætlunarinnar er að auka skilning á milli þjóða, treysta vináttubönd og stuðla að samstarfi. Síðan 1957 hafa íslensk og bandarísk stjórnvöld rekið Fulbright stofnun á Íslandi og átt farsælt samstarf á sviði mennta- og menningarmála í gegnum hana. Vinátta Íslands og Bandaríkjanna hefur verið báðum þjóðunum mikilvæg, allt frá 1944, þegar Bandaríkin viðurkenndu sjálfstæði Íslands. Þó að ýmislegt hafi breyst í samstarfi landanna á undanförnum áratugum, er í dag jafn mikilvægt og fyrr að hlúa að vináttu ríkjanna og treysta samvinnuna, hvort sem er á stjórnmálasviðinu, í viðskiptum eða í mennta- og menningarmálum. Einn sá hornsteinn í tvíhliðasamskiptum landanna sem enn stendur óhaggaður er Fulbright samstarfið, sem hefur verið farsælt og báðum þjóðum til hagsbóta í 55 ár. Fulbright er í dag ein helsta táknmynd hins jákvæða í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna og hefur styrkt tengsl landanna á ótal sviðum. Nálægt 1.400 Íslendingar og Bandaríkjamenn hafa hlotið Fulbright styrk á þessum tíma, bæði námsmenn í framhaldsnámi og fræðimenn. En þar með er ekki öll sagan sögð. Háskólar á Íslandi og nemendur þeirra hafa notið þess að fá hingað fræðimenn á ótal sviðum, sem auðgað hafa íslenskt háskólalíf með kennslu og rannsóknum. Ekki má heldur gleyma framlagi bandarískra nemenda og listamanna, en þessir aðilar snúa síðan heim til Bandaríkjanna með það besta frá Íslandi í farteskinu og halda flestir tryggð við land og þjóð. Þetta fólk heldur áfram að byggja brýr á milli einstaklinga og stofnana í löndunum tveimur. Þá auðga íslenskir fræðimenn og nemendur bandarískt háskólalíf og þjóðfélag, áður en þeir snúa aftur heim með þekkingu og færni til gagns fyrir íslenskt samfélag. Varanleg vinátta myndast á milli einstaklinga, samtaka og stofnana, en það styrkir tengslin yfir Atlantshafið til lengri tíma. Þannig er Fulbright mikils virði fyrir samband Íslands og Bandaríkjanna og fyrir þjóðfélagið í heild. Fulbright stendur jafnframt vörð um ákveðin gildi sem höfð eru að leiðarljósi í öllu starfi stofnunarinnar á Íslandi. Lögð er áhersla á að Fulbright styrkþegar gefi til baka til samfélagsins og láti gott af sér leiða. Samfélagsleg ábyrgð, persónuleg ábyrgð einstaklingsins, víðsýni og gagnrýn hugsun eru meðal þeirra gilda sem Fulbright stendur fyrir. Þegar styrkþegar eru valdir, þá eru þessi atriði ekki síður mikilvæg en námsárangur og leiðtogahæfni. Fulbright er öflugt vörumerki sem nýtur virðingar um heim allan. Það er ákveðin viðurkenning fyrir námsmann eða fræðimann að geta titlað sig Fulbright styrkþega og sú nafnbót opnar ýmsar dyr, meðal annars að bestu háskólum Bandaríkjanna. Það er því ekki að ástæðulausu sem ríki heims keppast við að fá aukna þátttöku í starfi Fulbright. Þó að Fulbright sé starfandi í einhverjum mæli í um 100 löndum, þá er samstarfið langsterkast þar sem Fulbright stofnun er starfandi. Slíkar stofnanir eru einungis starfræktar í 50 löndum. Í dag vilja mörg ríki fá Fulbright stofnun, en Bandaríkin hafa haft þá stefnu að fjölga þeim ekki. Þannig nýtur Ísland forréttinda sem færir landinu margfaldan ávinning miðað við stærð landsins og fjárframlag. Tengsl Íslands og Bandaríkjanna rista djúpt, því löndin deila að mörgu leyti sameiginlegri sýn og lífsgildum og eiga sameiginlega hagsmuni, þó að vissulega geti ríkin verið á öndverðum meiði í einstaka málum. Þegar við tökum það besta sem hvort landið hefur upp á að bjóða, sameinum krafta okkar, deilum hugmyndum og þekkingu og vinnum saman, þá græða allir. Svo einfalt er það.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun