Hornsteinn í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna Belinda Theriault skrifar 21. júní 2012 06:00 Markmið Fulbright áætlunarinnar er að auka skilning á milli þjóða, treysta vináttubönd og stuðla að samstarfi. Síðan 1957 hafa íslensk og bandarísk stjórnvöld rekið Fulbright stofnun á Íslandi og átt farsælt samstarf á sviði mennta- og menningarmála í gegnum hana. Vinátta Íslands og Bandaríkjanna hefur verið báðum þjóðunum mikilvæg, allt frá 1944, þegar Bandaríkin viðurkenndu sjálfstæði Íslands. Þó að ýmislegt hafi breyst í samstarfi landanna á undanförnum áratugum, er í dag jafn mikilvægt og fyrr að hlúa að vináttu ríkjanna og treysta samvinnuna, hvort sem er á stjórnmálasviðinu, í viðskiptum eða í mennta- og menningarmálum. Einn sá hornsteinn í tvíhliðasamskiptum landanna sem enn stendur óhaggaður er Fulbright samstarfið, sem hefur verið farsælt og báðum þjóðum til hagsbóta í 55 ár. Fulbright er í dag ein helsta táknmynd hins jákvæða í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna og hefur styrkt tengsl landanna á ótal sviðum. Nálægt 1.400 Íslendingar og Bandaríkjamenn hafa hlotið Fulbright styrk á þessum tíma, bæði námsmenn í framhaldsnámi og fræðimenn. En þar með er ekki öll sagan sögð. Háskólar á Íslandi og nemendur þeirra hafa notið þess að fá hingað fræðimenn á ótal sviðum, sem auðgað hafa íslenskt háskólalíf með kennslu og rannsóknum. Ekki má heldur gleyma framlagi bandarískra nemenda og listamanna, en þessir aðilar snúa síðan heim til Bandaríkjanna með það besta frá Íslandi í farteskinu og halda flestir tryggð við land og þjóð. Þetta fólk heldur áfram að byggja brýr á milli einstaklinga og stofnana í löndunum tveimur. Þá auðga íslenskir fræðimenn og nemendur bandarískt háskólalíf og þjóðfélag, áður en þeir snúa aftur heim með þekkingu og færni til gagns fyrir íslenskt samfélag. Varanleg vinátta myndast á milli einstaklinga, samtaka og stofnana, en það styrkir tengslin yfir Atlantshafið til lengri tíma. Þannig er Fulbright mikils virði fyrir samband Íslands og Bandaríkjanna og fyrir þjóðfélagið í heild. Fulbright stendur jafnframt vörð um ákveðin gildi sem höfð eru að leiðarljósi í öllu starfi stofnunarinnar á Íslandi. Lögð er áhersla á að Fulbright styrkþegar gefi til baka til samfélagsins og láti gott af sér leiða. Samfélagsleg ábyrgð, persónuleg ábyrgð einstaklingsins, víðsýni og gagnrýn hugsun eru meðal þeirra gilda sem Fulbright stendur fyrir. Þegar styrkþegar eru valdir, þá eru þessi atriði ekki síður mikilvæg en námsárangur og leiðtogahæfni. Fulbright er öflugt vörumerki sem nýtur virðingar um heim allan. Það er ákveðin viðurkenning fyrir námsmann eða fræðimann að geta titlað sig Fulbright styrkþega og sú nafnbót opnar ýmsar dyr, meðal annars að bestu háskólum Bandaríkjanna. Það er því ekki að ástæðulausu sem ríki heims keppast við að fá aukna þátttöku í starfi Fulbright. Þó að Fulbright sé starfandi í einhverjum mæli í um 100 löndum, þá er samstarfið langsterkast þar sem Fulbright stofnun er starfandi. Slíkar stofnanir eru einungis starfræktar í 50 löndum. Í dag vilja mörg ríki fá Fulbright stofnun, en Bandaríkin hafa haft þá stefnu að fjölga þeim ekki. Þannig nýtur Ísland forréttinda sem færir landinu margfaldan ávinning miðað við stærð landsins og fjárframlag. Tengsl Íslands og Bandaríkjanna rista djúpt, því löndin deila að mörgu leyti sameiginlegri sýn og lífsgildum og eiga sameiginlega hagsmuni, þó að vissulega geti ríkin verið á öndverðum meiði í einstaka málum. Þegar við tökum það besta sem hvort landið hefur upp á að bjóða, sameinum krafta okkar, deilum hugmyndum og þekkingu og vinnum saman, þá græða allir. Svo einfalt er það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Markmið Fulbright áætlunarinnar er að auka skilning á milli þjóða, treysta vináttubönd og stuðla að samstarfi. Síðan 1957 hafa íslensk og bandarísk stjórnvöld rekið Fulbright stofnun á Íslandi og átt farsælt samstarf á sviði mennta- og menningarmála í gegnum hana. Vinátta Íslands og Bandaríkjanna hefur verið báðum þjóðunum mikilvæg, allt frá 1944, þegar Bandaríkin viðurkenndu sjálfstæði Íslands. Þó að ýmislegt hafi breyst í samstarfi landanna á undanförnum áratugum, er í dag jafn mikilvægt og fyrr að hlúa að vináttu ríkjanna og treysta samvinnuna, hvort sem er á stjórnmálasviðinu, í viðskiptum eða í mennta- og menningarmálum. Einn sá hornsteinn í tvíhliðasamskiptum landanna sem enn stendur óhaggaður er Fulbright samstarfið, sem hefur verið farsælt og báðum þjóðum til hagsbóta í 55 ár. Fulbright er í dag ein helsta táknmynd hins jákvæða í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna og hefur styrkt tengsl landanna á ótal sviðum. Nálægt 1.400 Íslendingar og Bandaríkjamenn hafa hlotið Fulbright styrk á þessum tíma, bæði námsmenn í framhaldsnámi og fræðimenn. En þar með er ekki öll sagan sögð. Háskólar á Íslandi og nemendur þeirra hafa notið þess að fá hingað fræðimenn á ótal sviðum, sem auðgað hafa íslenskt háskólalíf með kennslu og rannsóknum. Ekki má heldur gleyma framlagi bandarískra nemenda og listamanna, en þessir aðilar snúa síðan heim til Bandaríkjanna með það besta frá Íslandi í farteskinu og halda flestir tryggð við land og þjóð. Þetta fólk heldur áfram að byggja brýr á milli einstaklinga og stofnana í löndunum tveimur. Þá auðga íslenskir fræðimenn og nemendur bandarískt háskólalíf og þjóðfélag, áður en þeir snúa aftur heim með þekkingu og færni til gagns fyrir íslenskt samfélag. Varanleg vinátta myndast á milli einstaklinga, samtaka og stofnana, en það styrkir tengslin yfir Atlantshafið til lengri tíma. Þannig er Fulbright mikils virði fyrir samband Íslands og Bandaríkjanna og fyrir þjóðfélagið í heild. Fulbright stendur jafnframt vörð um ákveðin gildi sem höfð eru að leiðarljósi í öllu starfi stofnunarinnar á Íslandi. Lögð er áhersla á að Fulbright styrkþegar gefi til baka til samfélagsins og láti gott af sér leiða. Samfélagsleg ábyrgð, persónuleg ábyrgð einstaklingsins, víðsýni og gagnrýn hugsun eru meðal þeirra gilda sem Fulbright stendur fyrir. Þegar styrkþegar eru valdir, þá eru þessi atriði ekki síður mikilvæg en námsárangur og leiðtogahæfni. Fulbright er öflugt vörumerki sem nýtur virðingar um heim allan. Það er ákveðin viðurkenning fyrir námsmann eða fræðimann að geta titlað sig Fulbright styrkþega og sú nafnbót opnar ýmsar dyr, meðal annars að bestu háskólum Bandaríkjanna. Það er því ekki að ástæðulausu sem ríki heims keppast við að fá aukna þátttöku í starfi Fulbright. Þó að Fulbright sé starfandi í einhverjum mæli í um 100 löndum, þá er samstarfið langsterkast þar sem Fulbright stofnun er starfandi. Slíkar stofnanir eru einungis starfræktar í 50 löndum. Í dag vilja mörg ríki fá Fulbright stofnun, en Bandaríkin hafa haft þá stefnu að fjölga þeim ekki. Þannig nýtur Ísland forréttinda sem færir landinu margfaldan ávinning miðað við stærð landsins og fjárframlag. Tengsl Íslands og Bandaríkjanna rista djúpt, því löndin deila að mörgu leyti sameiginlegri sýn og lífsgildum og eiga sameiginlega hagsmuni, þó að vissulega geti ríkin verið á öndverðum meiði í einstaka málum. Þegar við tökum það besta sem hvort landið hefur upp á að bjóða, sameinum krafta okkar, deilum hugmyndum og þekkingu og vinnum saman, þá græða allir. Svo einfalt er það.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar