Lýðræðinu til dýrðar Bjarni Snæbjörn Jónsson skrifar 21. júní 2012 06:00 Öll mannanna verk endurspegla hugarfar og áherslur. Gjarnan má merkja áherslur í hugarfari á opinberum byggingum sem byggðar hafa verið í aldanna rás. Því stærri og glæsilegri: því skýrari vottur um ríkjandi áherslur. Við sjáum víða merki þess að mannskepnan hefur byggt glæsileg hús til dýrðar einhverju sem kalla má æðri mátt. Þessi mannvirki eru gjarnan sérhæfð til þess að stunda og iðka það sem krafist er, allt eftir því hvaða mætti er þjónað. Glæsilegar kirkjur og musteri hafa verið reist Guði til dýrðar þar sem almenningur fær tækifæri til þess að iðka trú sína og taka þátt í helgiathöfnum í viðeigandi umgjörð og eftir þar til gerðu ritúali. Glæsilegar hallir stjórnvalda á hverjum tíma hafa verið byggðar hinu veraldlega valdi til dýrðar þar sem útvaldir iðka völd og áhrif, sömuleiðis eftir ákveðnu ritúali. Hin síðari ár hafa verið byggðar glæsilegar skrifstofubyggingar fyrirtækja, þekkingarmiðstöðvar og íþróttamannvirki þar sem stunduð er margskonar peningasýslan og atgervisiðkun til hugar og handa. Öll eru þau byggð beinlínis með það fyrir augum að skapa nauðsynlega umgjörð um það ritúal sem liggur að baki athöfnunum, hvort sem þær lúta að trú, völdum, peningum eða atgervi. Undanfarin misseri hefur verið um fátt meira rætt en fátæklega og frumstæða umræðu- og lýðræðishefð í íslensku samfélagi. Helstu stofnanir lýðræðisins eiga mjög undir högg að sækja og njóta minnkandi trausts. Alþingi, forsetaembættið, stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök eru öll meira eða minna í tilvistarkreppu og stressi vegna minnkandi trausts almennings og minni áhrifa í samfélaginu. Hugarástand þeirra sem þar iðka völd og áhrif hefur markast af þessu stressi og magnað upp ýmsar óæskilegar birtingarmyndir sem hafa verið til þess fallnar að rýra enn frekar traustið. Það er kallað eftir breytingum bæði á umræðunni og ekki síður stofnunum sjálfum. Stórfelldar framfarir í tækni og samskiptum hafa rutt af stað víðtækri þróun sem opnar möguleika fyrir mun almennari þátttöku og áhrifum almennings á stefnumarkandi ákvarðanir í samfélaginu. Jafnframt því hefur verið að þróast hröðum skrefum aðferðafræði sem tryggir vandaða og þroskaða umræðu. Hér á landi er skemmst að minnast frumkvæðis Mauraþúfunnar svokölluðu sem reið á vaðið með nýjung í almennri umræðu um framtíðarsýn lands og þjóðar í nóvember 2009. Að mati allra þeirra hundraða sem stóðu að því framtaki og þeirra 1.200 eða svo sem tóku þátt, heppnaðist atburðurinn mjög vel. Stjórnarskrárferlið, sem að hluta byggði á þessari tilraun Mauraþúfunnar, gaf kost á enn frekari þróun á þessu formi og bætti við nýrri vídd í úrvinnslu og eftirfylgni með stjórnlaganefnd og stjórnlagaráði. Alþingi Íslendinga tók þá tímamótaákvörðun sem gaf færi á dýrmætri reynslu varðandi nýja aðferðafræði í lýðræðinu. Eftir því var tekið víða um heim. Eins og við höfum byggt sérhæfða aðstöðu m.a. Guði til dýrðar, stjórnarherrum til dýrðar, peningum til dýrðar og íþróttum og atgervi til dýrðar liggur beint við að spyrja hvort ekki sé komin röðin að lýðræðinu? Hvort lýðræðið sé það mikilvægt að við teljum ekki eftir okkur að verja fé og kröftum til þess að byggja mannvirki og aðstöðu sem eru sérstaklega til þess gerð að skapa viðeigandi og nauðsynlega umgjörð um athafnir og ritúal sem uppbyggileg og þroskandi almannaumræða krefst í þágu lýðræðisins. Það þarf að iðka lýðræðið allt eins og við iðkum trúna og atgervið til dæmis. Það er umhendis að þurfa í hvert skipti að fá aðgang að og græja sali sem að jafnaði eru ætlaðir til annarra nota og þar að auki að safna liði, þjálfa og undirbúa. Það dytti engum í hug að byggja til dæmis íþróttastarf á því að fá inni hér og þar eftir atvikum og þurfa að umbreyta aðstöðunni í hvert sinn sem hún er notuð til þess arna. Það er löngu liðin tíð. Mikilvægt er að koma upp húsnæði (á fleiri en einum stað) sem er sérhönnuð vinnuaðstaða fyrir fjölmenna samræðu og skoðanaskipti sem byggir á góðu aðgengi og tæknilegri umgjörð eins og best verður á kosið. Rafræn tenging er auðveld og til þess fallin að hafa umræðuna samtímis þótt fram fari víða. Þessi aðstaða þarf að vera til reiðu á hverjum tíma. Byggja þarf upp sérþjálfað lið lóðsa (umræðustjóra), sem hægt er að kalla til í hvert sinn sem umræðan fer fram. Á sama hátt og björgunarsveitir, sem eru til taks hvenær sem kallið kemur, mundu verða til einskonar lýðræðissveitir, sem hefðu það hlutverk að skapa nauðsynlega umgjörð í samræðunni til þess að fá fram bestu mögulegu niðurstöðu. Vönduð umræða og fjölbreytt sjónarmið myndar hljómbotn í umfjöllun um mikilvæg málefni og framtíðarsýn samfélagsins. Þannig skilar umræðan tóni sem innifelur nauðsynlega breidd til þess að vera samfélaginu til heilla. Alþingi er ekki í góðu sambandi við almenning, a.m.k. ef marka má mælingar á trausti. Umræðan einkennist af formsatriðum og sífelldum endurtekningum og þráhyggju og virkar eins og óþægilegt suð sem veldur einungis pirringi. Að tengja umræðuna á Alþingi við vandaða og skipulagða umræðu meðal almennings með formlegum hætti mundi vafalítið bæði tengja löggjafarsamkunduna betur við fólkið í landinu og breyta umræðuhefðinni. Fámenni, upplýsing, tæknivæðing og menntunarstig ásamt þeim sterku samfélagslegu innviðum sem við höfum eru borðleggjandi skilyrði til þess að við gætum verið fyrirmynd annarra samfélaga í þessu efni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Öll mannanna verk endurspegla hugarfar og áherslur. Gjarnan má merkja áherslur í hugarfari á opinberum byggingum sem byggðar hafa verið í aldanna rás. Því stærri og glæsilegri: því skýrari vottur um ríkjandi áherslur. Við sjáum víða merki þess að mannskepnan hefur byggt glæsileg hús til dýrðar einhverju sem kalla má æðri mátt. Þessi mannvirki eru gjarnan sérhæfð til þess að stunda og iðka það sem krafist er, allt eftir því hvaða mætti er þjónað. Glæsilegar kirkjur og musteri hafa verið reist Guði til dýrðar þar sem almenningur fær tækifæri til þess að iðka trú sína og taka þátt í helgiathöfnum í viðeigandi umgjörð og eftir þar til gerðu ritúali. Glæsilegar hallir stjórnvalda á hverjum tíma hafa verið byggðar hinu veraldlega valdi til dýrðar þar sem útvaldir iðka völd og áhrif, sömuleiðis eftir ákveðnu ritúali. Hin síðari ár hafa verið byggðar glæsilegar skrifstofubyggingar fyrirtækja, þekkingarmiðstöðvar og íþróttamannvirki þar sem stunduð er margskonar peningasýslan og atgervisiðkun til hugar og handa. Öll eru þau byggð beinlínis með það fyrir augum að skapa nauðsynlega umgjörð um það ritúal sem liggur að baki athöfnunum, hvort sem þær lúta að trú, völdum, peningum eða atgervi. Undanfarin misseri hefur verið um fátt meira rætt en fátæklega og frumstæða umræðu- og lýðræðishefð í íslensku samfélagi. Helstu stofnanir lýðræðisins eiga mjög undir högg að sækja og njóta minnkandi trausts. Alþingi, forsetaembættið, stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök eru öll meira eða minna í tilvistarkreppu og stressi vegna minnkandi trausts almennings og minni áhrifa í samfélaginu. Hugarástand þeirra sem þar iðka völd og áhrif hefur markast af þessu stressi og magnað upp ýmsar óæskilegar birtingarmyndir sem hafa verið til þess fallnar að rýra enn frekar traustið. Það er kallað eftir breytingum bæði á umræðunni og ekki síður stofnunum sjálfum. Stórfelldar framfarir í tækni og samskiptum hafa rutt af stað víðtækri þróun sem opnar möguleika fyrir mun almennari þátttöku og áhrifum almennings á stefnumarkandi ákvarðanir í samfélaginu. Jafnframt því hefur verið að þróast hröðum skrefum aðferðafræði sem tryggir vandaða og þroskaða umræðu. Hér á landi er skemmst að minnast frumkvæðis Mauraþúfunnar svokölluðu sem reið á vaðið með nýjung í almennri umræðu um framtíðarsýn lands og þjóðar í nóvember 2009. Að mati allra þeirra hundraða sem stóðu að því framtaki og þeirra 1.200 eða svo sem tóku þátt, heppnaðist atburðurinn mjög vel. Stjórnarskrárferlið, sem að hluta byggði á þessari tilraun Mauraþúfunnar, gaf kost á enn frekari þróun á þessu formi og bætti við nýrri vídd í úrvinnslu og eftirfylgni með stjórnlaganefnd og stjórnlagaráði. Alþingi Íslendinga tók þá tímamótaákvörðun sem gaf færi á dýrmætri reynslu varðandi nýja aðferðafræði í lýðræðinu. Eftir því var tekið víða um heim. Eins og við höfum byggt sérhæfða aðstöðu m.a. Guði til dýrðar, stjórnarherrum til dýrðar, peningum til dýrðar og íþróttum og atgervi til dýrðar liggur beint við að spyrja hvort ekki sé komin röðin að lýðræðinu? Hvort lýðræðið sé það mikilvægt að við teljum ekki eftir okkur að verja fé og kröftum til þess að byggja mannvirki og aðstöðu sem eru sérstaklega til þess gerð að skapa viðeigandi og nauðsynlega umgjörð um athafnir og ritúal sem uppbyggileg og þroskandi almannaumræða krefst í þágu lýðræðisins. Það þarf að iðka lýðræðið allt eins og við iðkum trúna og atgervið til dæmis. Það er umhendis að þurfa í hvert skipti að fá aðgang að og græja sali sem að jafnaði eru ætlaðir til annarra nota og þar að auki að safna liði, þjálfa og undirbúa. Það dytti engum í hug að byggja til dæmis íþróttastarf á því að fá inni hér og þar eftir atvikum og þurfa að umbreyta aðstöðunni í hvert sinn sem hún er notuð til þess arna. Það er löngu liðin tíð. Mikilvægt er að koma upp húsnæði (á fleiri en einum stað) sem er sérhönnuð vinnuaðstaða fyrir fjölmenna samræðu og skoðanaskipti sem byggir á góðu aðgengi og tæknilegri umgjörð eins og best verður á kosið. Rafræn tenging er auðveld og til þess fallin að hafa umræðuna samtímis þótt fram fari víða. Þessi aðstaða þarf að vera til reiðu á hverjum tíma. Byggja þarf upp sérþjálfað lið lóðsa (umræðustjóra), sem hægt er að kalla til í hvert sinn sem umræðan fer fram. Á sama hátt og björgunarsveitir, sem eru til taks hvenær sem kallið kemur, mundu verða til einskonar lýðræðissveitir, sem hefðu það hlutverk að skapa nauðsynlega umgjörð í samræðunni til þess að fá fram bestu mögulegu niðurstöðu. Vönduð umræða og fjölbreytt sjónarmið myndar hljómbotn í umfjöllun um mikilvæg málefni og framtíðarsýn samfélagsins. Þannig skilar umræðan tóni sem innifelur nauðsynlega breidd til þess að vera samfélaginu til heilla. Alþingi er ekki í góðu sambandi við almenning, a.m.k. ef marka má mælingar á trausti. Umræðan einkennist af formsatriðum og sífelldum endurtekningum og þráhyggju og virkar eins og óþægilegt suð sem veldur einungis pirringi. Að tengja umræðuna á Alþingi við vandaða og skipulagða umræðu meðal almennings með formlegum hætti mundi vafalítið bæði tengja löggjafarsamkunduna betur við fólkið í landinu og breyta umræðuhefðinni. Fámenni, upplýsing, tæknivæðing og menntunarstig ásamt þeim sterku samfélagslegu innviðum sem við höfum eru borðleggjandi skilyrði til þess að við gætum verið fyrirmynd annarra samfélaga í þessu efni.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar