Gæsluþyrlan hefði þurft að ná í okkur 17. febrúar 2012 06:00 Hafsteinn A. Hafsteinsson, skipstjóri á Brúarfossi Hafsteinn A. Hafsteinsson, skipstjóri á Brúarfossi, segir alveg ljóst að ef sigld hefði verið sú leið sem var farin við Suðvesturland árum saman hefði ekki gefist ráðrúm til að bjarga Brúarfossi í fyrrakvöld. „Ef þessu hefði ekki verið breytt hefði ég verið miklu nær landi. Við hefðum kannski haft klukkutíma til stefnu. Ekki finnst mér ólíklegt að þyrla hefði þurft að ná í okkur en það hefði farið illa fyrir verðmætunum, þó það sé ekki aðalmálið. En þetta fór sem betur fer vel.“ Hafsteinn viðurkennir að hann hafi verið einn af þeim sem gagnrýndu þá ákvörðun að færa siglingaleiðirnar lengra frá landi. „Þetta var sú leið sem við vorum alltaf vanir að fara. Ég viðurkenni að ég gagnrýndi þá ákvörðun hart á sínum tíma og við vorum ósáttir með að það var verið að henda okkur þarna út. Það má alveg segja að þetta hafi komið vel á vondan.“ Atburðarásinni um borð í Brúarfossi í fyrrinótt lýsir Hafsteinn með þeim hætti að um klukkan hálf þrjú hafi aðvörunarkerfi skipsins farið í gang. Án tafar var maður sendur í vélarrúm skipsins sem fann þar reykjarlykt. Þá var strax ljóst að ekki var um bilun í skynjara að ræða, sem er ekki óalgengt. Ekki var þó eldur í vélarrúminu. Eftir skoðun sem tók fimmtán til tuttugu mínútur var ljóst að bilun var í rafal fyrir aftan aðalvélina. „Þá komu skilaboð um að stöðva þyrfti vélar skipsins strax. Þá vissum við að þetta var eitthvað stórt og krítískt,“ segir Hafsteinn. „Það gaus upp reykur og við þurftum að senda niður reykkafara til að athuga hvort það væri eldur í vélarrúminu.“ Eins og reglur Eimskips gera ráð fyrir hringdi Hafsteinn og gerði óhappanefnd félagsins viðvart. Á sama tímapunkti og hann tók upp símann til að gera Landhelgisgæslunni viðvart um að skipið hefði misst aðalvélina var hringt frá Vaktstöð LHG, sem hafði tekið eftir því að Brúarfoss var kominn á rek. „Svo hófst kapphlaup við tímann að rífa rafalinn frá vélinni, en það var eini möguleikinn til að ná vélinni í gang. Það tók tvo tíma en þá var komið að þeim tímapunkti að tímabært væri að fá tog frá Höfrungi. Þeir voru tilbúnir og við búnir að tala saman.“ Hafsteinn segir að Brúarfoss hafi þverrekið á brimið og skipið tók á sig brotsjói. Því verði því ekki neitað að um tíma var staðan tvísýn. „En núna erum við í Eyjum og allt gekk þetta vel,“ segir Hafsteinn. Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira
Hafsteinn A. Hafsteinsson, skipstjóri á Brúarfossi, segir alveg ljóst að ef sigld hefði verið sú leið sem var farin við Suðvesturland árum saman hefði ekki gefist ráðrúm til að bjarga Brúarfossi í fyrrakvöld. „Ef þessu hefði ekki verið breytt hefði ég verið miklu nær landi. Við hefðum kannski haft klukkutíma til stefnu. Ekki finnst mér ólíklegt að þyrla hefði þurft að ná í okkur en það hefði farið illa fyrir verðmætunum, þó það sé ekki aðalmálið. En þetta fór sem betur fer vel.“ Hafsteinn viðurkennir að hann hafi verið einn af þeim sem gagnrýndu þá ákvörðun að færa siglingaleiðirnar lengra frá landi. „Þetta var sú leið sem við vorum alltaf vanir að fara. Ég viðurkenni að ég gagnrýndi þá ákvörðun hart á sínum tíma og við vorum ósáttir með að það var verið að henda okkur þarna út. Það má alveg segja að þetta hafi komið vel á vondan.“ Atburðarásinni um borð í Brúarfossi í fyrrinótt lýsir Hafsteinn með þeim hætti að um klukkan hálf þrjú hafi aðvörunarkerfi skipsins farið í gang. Án tafar var maður sendur í vélarrúm skipsins sem fann þar reykjarlykt. Þá var strax ljóst að ekki var um bilun í skynjara að ræða, sem er ekki óalgengt. Ekki var þó eldur í vélarrúminu. Eftir skoðun sem tók fimmtán til tuttugu mínútur var ljóst að bilun var í rafal fyrir aftan aðalvélina. „Þá komu skilaboð um að stöðva þyrfti vélar skipsins strax. Þá vissum við að þetta var eitthvað stórt og krítískt,“ segir Hafsteinn. „Það gaus upp reykur og við þurftum að senda niður reykkafara til að athuga hvort það væri eldur í vélarrúminu.“ Eins og reglur Eimskips gera ráð fyrir hringdi Hafsteinn og gerði óhappanefnd félagsins viðvart. Á sama tímapunkti og hann tók upp símann til að gera Landhelgisgæslunni viðvart um að skipið hefði misst aðalvélina var hringt frá Vaktstöð LHG, sem hafði tekið eftir því að Brúarfoss var kominn á rek. „Svo hófst kapphlaup við tímann að rífa rafalinn frá vélinni, en það var eini möguleikinn til að ná vélinni í gang. Það tók tvo tíma en þá var komið að þeim tímapunkti að tímabært væri að fá tog frá Höfrungi. Þeir voru tilbúnir og við búnir að tala saman.“ Hafsteinn segir að Brúarfoss hafi þverrekið á brimið og skipið tók á sig brotsjói. Því verði því ekki neitað að um tíma var staðan tvísýn. „En núna erum við í Eyjum og allt gekk þetta vel,“ segir Hafsteinn.
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira