Innlent

Kröfðu dóttur svara í könnun

Þegar ekki náðist í konu í úrtaki Hagstofunnar til að spyrja hana um vinnutilhögun og tölvunotkun var dóttir hennar beðin um að svara í hennar stað.
Þegar ekki náðist í konu í úrtaki Hagstofunnar til að spyrja hana um vinnutilhögun og tölvunotkun var dóttir hennar beðin um að svara í hennar stað. Fréttablaðið/Vilhelm
Hagstofu Íslands var ekki heimilt að reyna að fá dóttur konu, sem lenti í úrtaki fyrir tvær rannsóknir, og vinnuveitanda konunnar til að svara spurningum þegar ekki náðist samband við konuna, samkvæmt ákvörðun Persónuverndar.

Kona sem kvartaði til Persónuverndar lenti í úrtaki fyrir tvær kannanir Hagstofunnar. Annars vegar var um að ræða vinnumarkaðsrannsókn, en hins vegar rannsókn á tækjaeign og tölvunotkun.

Konan fékk bréf frá Hagstofunni en vildi ekki taka þátt í rannsóknunum og hunsaði því bréfin. Í kjölfarið var ítrekað reynt að ná í hana í síma. Að lokum var dóttir hennar beðin um að svara í hennar stað, auk þess sem hún var beðin um að upplýsa um vinnuveitanda konunnar til að hægt væri að afla svara hjá honum. Persónuvernd telur að með þessu hafi Hagstofan gengið lengra en lög heimila til að afla persónuupplýsinga.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×