Kreppan bjó í haginn fyrir umbótastarf 14. desember 2012 09:00 Dr. Gianandrea Falchi, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Ítalíu, segir nauðsynlegar umbætur hafa verið innleiddar í kjölfar fjármálakreppunnar. Evruríkin séu ekki sloppin úr kreppunni en hið versta sé yfirstaðið. FRéttablaðið/Stefán Dr. Gianandrea Falchi, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Ítalíu, segir að þó fjármálakreppan hafi haft alvarleg áhrif hafi hún neytt evruríkin til að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir. Upplausn og erfiðleikum hafi fylgt vilji til umbóta. Vandræði evrusvæðisins eru ekki að baki, en það versta er sennilega yfirstaðið. Þetta segir dr. Gianandrea Falchi, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Ítalíu, í samtali við Fréttablaðið. Hann var með framsögu á málþingi um reynslu evruríkjanna og Íslands í fjármálakreppunni í gær. „Kreppan var sennilega líka vanmetin í upphafi þar sem hún hefur nú staðið yfir í fimm ár, sem er afar langur tími,“ segir Falchi en bætir því við að hún hafi þó haft ýmsar jákvæðar afleiðingar. „Þó að fjármálakreppan hafi vitanlega haft afar alvarleg áhrif neyddi hún okkur Ítali til að horfast í augu við staðreyndir og hefja nauðsynlegar umbætur.“ Hið sama segir hann gilda um evrusvæðið í heild þar sem meðal annars var ákveðið í fyrrinótt að samræma reglur og eftirlit með bankastarfsemi. Aðspurður um muninn á stöðu Íslands og Ítalíu eftir hrun, þar sem Ísland hafði eigin mynt og Ítalía var með evru, segir Falchi að sé horft til þróunar efnahagsmála í löndunum tveimur sé samanburðurinn Íslandi í hag. Hagvöxtur sé hafinn á ný á Íslandi, meðal annars vegna þess að Ísland hefur eigin mynt, en Ítalía horfi enn fram á samdrátt þangað til á næsta ári. „Aðstæðurnar eru hins vegar ólíkar þar sem Ítalía er mun nátengdari mörkuðum í Evrópu, en við þekkjum þessa hluti frá fyrri tíð. Áður en við tókum upp evruna einkenndist efnahagslífið af sveiflum. Erfiðleikar kölluðu á gengisfellingu lírunnar sem efldi útflutning og stuðlaði þannig að hagvexti, en innan þriggja eða fjögurra ára hafði verðbólga stóraukist og stýrivextir hækkað. Ábatinn af slíku var því enginn til lengri tíma og með aðild að myntbandalaginu tókum við ákvörðun um að segja skilið við slíkt.“ Hann segir að vissulega hafi almenningur á Ítalíu mátt taka á sig auknar byrðar, en andstaðan við aðhaldsaðgerðir hefur ekki verið neitt í líkingu við það sem gerst hefur í Grikklandi. „Svo sjáum við hins vegar evruríkið Írland, sem varð afar illa úti í hruninu, og gat ekki beitt gengisfellingu, en Írum hefur hins vegar auðnast að snúa aftur á braut hagvaxtar. Þannig er ekki hægt að benda á eina lausn í þessum málum.“ Falchi segir, spurður um horfurnar á Ítalíu næstu misseri, að hann óttist ekki framvinduna þrátt fyrir að þingkosningar verði í febrúar og óvíst hverjir taki við völdum. „Markaðirnir skilja að landið er á réttri leið og trúa því að óháð því hvernig stjórn taki við, muni hún fylgja stefnunni sem hefur verið mörkuð.“thorgils@frettabladid.is Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Dr. Gianandrea Falchi, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Ítalíu, segir að þó fjármálakreppan hafi haft alvarleg áhrif hafi hún neytt evruríkin til að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir. Upplausn og erfiðleikum hafi fylgt vilji til umbóta. Vandræði evrusvæðisins eru ekki að baki, en það versta er sennilega yfirstaðið. Þetta segir dr. Gianandrea Falchi, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Ítalíu, í samtali við Fréttablaðið. Hann var með framsögu á málþingi um reynslu evruríkjanna og Íslands í fjármálakreppunni í gær. „Kreppan var sennilega líka vanmetin í upphafi þar sem hún hefur nú staðið yfir í fimm ár, sem er afar langur tími,“ segir Falchi en bætir því við að hún hafi þó haft ýmsar jákvæðar afleiðingar. „Þó að fjármálakreppan hafi vitanlega haft afar alvarleg áhrif neyddi hún okkur Ítali til að horfast í augu við staðreyndir og hefja nauðsynlegar umbætur.“ Hið sama segir hann gilda um evrusvæðið í heild þar sem meðal annars var ákveðið í fyrrinótt að samræma reglur og eftirlit með bankastarfsemi. Aðspurður um muninn á stöðu Íslands og Ítalíu eftir hrun, þar sem Ísland hafði eigin mynt og Ítalía var með evru, segir Falchi að sé horft til þróunar efnahagsmála í löndunum tveimur sé samanburðurinn Íslandi í hag. Hagvöxtur sé hafinn á ný á Íslandi, meðal annars vegna þess að Ísland hefur eigin mynt, en Ítalía horfi enn fram á samdrátt þangað til á næsta ári. „Aðstæðurnar eru hins vegar ólíkar þar sem Ítalía er mun nátengdari mörkuðum í Evrópu, en við þekkjum þessa hluti frá fyrri tíð. Áður en við tókum upp evruna einkenndist efnahagslífið af sveiflum. Erfiðleikar kölluðu á gengisfellingu lírunnar sem efldi útflutning og stuðlaði þannig að hagvexti, en innan þriggja eða fjögurra ára hafði verðbólga stóraukist og stýrivextir hækkað. Ábatinn af slíku var því enginn til lengri tíma og með aðild að myntbandalaginu tókum við ákvörðun um að segja skilið við slíkt.“ Hann segir að vissulega hafi almenningur á Ítalíu mátt taka á sig auknar byrðar, en andstaðan við aðhaldsaðgerðir hefur ekki verið neitt í líkingu við það sem gerst hefur í Grikklandi. „Svo sjáum við hins vegar evruríkið Írland, sem varð afar illa úti í hruninu, og gat ekki beitt gengisfellingu, en Írum hefur hins vegar auðnast að snúa aftur á braut hagvaxtar. Þannig er ekki hægt að benda á eina lausn í þessum málum.“ Falchi segir, spurður um horfurnar á Ítalíu næstu misseri, að hann óttist ekki framvinduna þrátt fyrir að þingkosningar verði í febrúar og óvíst hverjir taki við völdum. „Markaðirnir skilja að landið er á réttri leið og trúa því að óháð því hvernig stjórn taki við, muni hún fylgja stefnunni sem hefur verið mörkuð.“thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira