Innlent

Magnús Ármann bar vitni í kortasvindlmáli

Magnús Ármann athafnamaður bar vitni þegar réttað var í kreditkortasvindlmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Fréttastofa RÚV greindi frá því á dögunum að sextugur er ákærður fyrir að hafa svíkja út tæplega fjörutíu milljónir króna af kreditkorti Magnúsar. Talið er að maðurinn hafi komist yfir kreditkortanúmer kortsins á barnum Strawberries í miðbæ Reykjavíkur.

Við aðalmeðferðina krafðist saksóknari fram á eins og hálfs árs fangelsisdóm yfir manninum. Aðalmeðferðinni er lokið og má búast við því að dómur verði kveðinn upp einhvern tímann á næstu fjórum vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×