Gylfi segir sig úr Samfylkingunni 14. desember 2012 14:10 Gylfi Arnbjörnsson, Forseti ASÍ, hefur sagt sig úr Samfylkingunni, Gylfi Arnbjörnsson, Forseti ASÍ, hefur sagt sig úr Samfylkingunni, en hann sendi fjölmiðlum einnig afsögn sína. Þar segir Gylfi meðal annars um ástæðu þess að hann segi sig úr flokknum: „Nú er hins vegar svo komið að ég get ekki lengur varið það gagnvart samvisku minni og þeim hagsmunum sem ég hef helgað starfsferil minn að vera flokksbundin í Samfylkingunni." Hann bætir svo við: „Það afskiptaleysi, áhugaleysi, skilningsleysi og á stundum bein andstaða flokksforystunnar við mikilvæga hagsmuni almenns launafólks hefur fyllt mælinn." Gylfi og Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, tókust harkalega á í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi vegna auglýsingar sem Gylfi birti í fjölmiðlum, en Steingrímur sagði þær innihalda lygar. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu Gylfi sem hann sendi Samfylkingunni og fjölmiðlum: Yfirlýsing Þegar Samfylkingin var stofnuð ákvað ég í fyrsta skipti á ævinni að ganga í stjórnmálaflokk. Það gerði ég vegna þess að ég taldi að með stofnun hennar hefði loksins orðið til það afl á vettvangi stjórnmálanna þar sem grunngildi hinnar norrænu jafnaðarmennsku, sem á rætur sínar í grunngildum verkalýðshreyfingarinnar um jafnrétti og bræðralag , ættu sér skjól og öflugan málsvara á vettvangi stjórnmálanna. Jafnframt bauð ég mig til starfa á vettvangi flokksins og vildi með því taka þátt í að móta stefnu hans og deila langri reynslu af þátttöku í baráttunni fyrir hagsmunum launafólks. Smátt og smátt hef ég þó dregið mig út úr þessu starfi og eftir að flokkurinn komst til valda árið 2007 hefur það ítrekað gerst, að Samfylkingin hefur í verki fjarlægst þau grundvallarsjónarmið sem ég tel að flokkurinn eigi að byggja stefnu sína og aðgerðir á. Eftir að ég var kjörin forseti Alþýðusambands Íslands hætti ég með öllu beinum afskiptum af starfi flokksins. Það gerði ég bæði vegna ítrekaðra árekstra um einstök mál sem Alþýðusambandið hefur lagt áherslu á og eins vegna þess að mér fannst það ekki lengur samræmast stöðu minni að vera virkur í flokkstarfi. Nú er hins vegar svo komið að ég get ekki lengur varið það gagnvart samvisku minni og þeim hagsmunum sem ég hef helgað starfsferil minn að vera flokksbundin í Samfylkingunni. Það afskiptaleysi, áhugaleysi, skilningsleysi og á stundum bein andstaða flokksforystunnar við mikilvæga hagsmuni almenns launafólks hefur fyllt mælinn. Hér á m.a. í hlut hik og aðgerðaleysi í atvinnusköpun, endurteknar skerðingar á réttindum elli- og örorkulífeyrisþega og atvinnuleitenda og nú síðast skattlagning á lífeyrisréttindi almenns launafólks á sama tíma og réttindi ráðherra, þingmanna, æðstu embættismanna og þeirra opinberu starfsmanna sem eiga aðild að opinberu lífeyrissjóðunum eru varin með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga. Í öllum þessum málum tel ég að forysta og þingflokkur Samfylkingarinnar hafi snúið baki við hagsmunum launafólks á almennum vinnumarkaði, þess fólks sem treyst hefur verkalýðshreyfingunni fyrir mikilvægum hagsmunum sínum. Tel ég þetta svo alvarlegt að ég vil ekki lengur sem forustumaður innan verkalýðshreyfingarinnar og sem jafnaðarmaður bera á þessari stefnu þá ábyrgð sem felst í aðild minni að flokknum. Ég segi mig því hér með formlega úr Samfylkingunni. Reykjavík, 14. desember 2012, Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, Forseti ASÍ, hefur sagt sig úr Samfylkingunni, en hann sendi fjölmiðlum einnig afsögn sína. Þar segir Gylfi meðal annars um ástæðu þess að hann segi sig úr flokknum: „Nú er hins vegar svo komið að ég get ekki lengur varið það gagnvart samvisku minni og þeim hagsmunum sem ég hef helgað starfsferil minn að vera flokksbundin í Samfylkingunni." Hann bætir svo við: „Það afskiptaleysi, áhugaleysi, skilningsleysi og á stundum bein andstaða flokksforystunnar við mikilvæga hagsmuni almenns launafólks hefur fyllt mælinn." Gylfi og Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, tókust harkalega á í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi vegna auglýsingar sem Gylfi birti í fjölmiðlum, en Steingrímur sagði þær innihalda lygar. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu Gylfi sem hann sendi Samfylkingunni og fjölmiðlum: Yfirlýsing Þegar Samfylkingin var stofnuð ákvað ég í fyrsta skipti á ævinni að ganga í stjórnmálaflokk. Það gerði ég vegna þess að ég taldi að með stofnun hennar hefði loksins orðið til það afl á vettvangi stjórnmálanna þar sem grunngildi hinnar norrænu jafnaðarmennsku, sem á rætur sínar í grunngildum verkalýðshreyfingarinnar um jafnrétti og bræðralag , ættu sér skjól og öflugan málsvara á vettvangi stjórnmálanna. Jafnframt bauð ég mig til starfa á vettvangi flokksins og vildi með því taka þátt í að móta stefnu hans og deila langri reynslu af þátttöku í baráttunni fyrir hagsmunum launafólks. Smátt og smátt hef ég þó dregið mig út úr þessu starfi og eftir að flokkurinn komst til valda árið 2007 hefur það ítrekað gerst, að Samfylkingin hefur í verki fjarlægst þau grundvallarsjónarmið sem ég tel að flokkurinn eigi að byggja stefnu sína og aðgerðir á. Eftir að ég var kjörin forseti Alþýðusambands Íslands hætti ég með öllu beinum afskiptum af starfi flokksins. Það gerði ég bæði vegna ítrekaðra árekstra um einstök mál sem Alþýðusambandið hefur lagt áherslu á og eins vegna þess að mér fannst það ekki lengur samræmast stöðu minni að vera virkur í flokkstarfi. Nú er hins vegar svo komið að ég get ekki lengur varið það gagnvart samvisku minni og þeim hagsmunum sem ég hef helgað starfsferil minn að vera flokksbundin í Samfylkingunni. Það afskiptaleysi, áhugaleysi, skilningsleysi og á stundum bein andstaða flokksforystunnar við mikilvæga hagsmuni almenns launafólks hefur fyllt mælinn. Hér á m.a. í hlut hik og aðgerðaleysi í atvinnusköpun, endurteknar skerðingar á réttindum elli- og örorkulífeyrisþega og atvinnuleitenda og nú síðast skattlagning á lífeyrisréttindi almenns launafólks á sama tíma og réttindi ráðherra, þingmanna, æðstu embættismanna og þeirra opinberu starfsmanna sem eiga aðild að opinberu lífeyrissjóðunum eru varin með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga. Í öllum þessum málum tel ég að forysta og þingflokkur Samfylkingarinnar hafi snúið baki við hagsmunum launafólks á almennum vinnumarkaði, þess fólks sem treyst hefur verkalýðshreyfingunni fyrir mikilvægum hagsmunum sínum. Tel ég þetta svo alvarlegt að ég vil ekki lengur sem forustumaður innan verkalýðshreyfingarinnar og sem jafnaðarmaður bera á þessari stefnu þá ábyrgð sem felst í aðild minni að flokknum. Ég segi mig því hér með formlega úr Samfylkingunni. Reykjavík, 14. desember 2012, Gylfi Arnbjörnsson
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira