Gylfi segir sig úr Samfylkingunni 14. desember 2012 14:10 Gylfi Arnbjörnsson, Forseti ASÍ, hefur sagt sig úr Samfylkingunni, Gylfi Arnbjörnsson, Forseti ASÍ, hefur sagt sig úr Samfylkingunni, en hann sendi fjölmiðlum einnig afsögn sína. Þar segir Gylfi meðal annars um ástæðu þess að hann segi sig úr flokknum: „Nú er hins vegar svo komið að ég get ekki lengur varið það gagnvart samvisku minni og þeim hagsmunum sem ég hef helgað starfsferil minn að vera flokksbundin í Samfylkingunni." Hann bætir svo við: „Það afskiptaleysi, áhugaleysi, skilningsleysi og á stundum bein andstaða flokksforystunnar við mikilvæga hagsmuni almenns launafólks hefur fyllt mælinn." Gylfi og Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, tókust harkalega á í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi vegna auglýsingar sem Gylfi birti í fjölmiðlum, en Steingrímur sagði þær innihalda lygar. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu Gylfi sem hann sendi Samfylkingunni og fjölmiðlum: Yfirlýsing Þegar Samfylkingin var stofnuð ákvað ég í fyrsta skipti á ævinni að ganga í stjórnmálaflokk. Það gerði ég vegna þess að ég taldi að með stofnun hennar hefði loksins orðið til það afl á vettvangi stjórnmálanna þar sem grunngildi hinnar norrænu jafnaðarmennsku, sem á rætur sínar í grunngildum verkalýðshreyfingarinnar um jafnrétti og bræðralag , ættu sér skjól og öflugan málsvara á vettvangi stjórnmálanna. Jafnframt bauð ég mig til starfa á vettvangi flokksins og vildi með því taka þátt í að móta stefnu hans og deila langri reynslu af þátttöku í baráttunni fyrir hagsmunum launafólks. Smátt og smátt hef ég þó dregið mig út úr þessu starfi og eftir að flokkurinn komst til valda árið 2007 hefur það ítrekað gerst, að Samfylkingin hefur í verki fjarlægst þau grundvallarsjónarmið sem ég tel að flokkurinn eigi að byggja stefnu sína og aðgerðir á. Eftir að ég var kjörin forseti Alþýðusambands Íslands hætti ég með öllu beinum afskiptum af starfi flokksins. Það gerði ég bæði vegna ítrekaðra árekstra um einstök mál sem Alþýðusambandið hefur lagt áherslu á og eins vegna þess að mér fannst það ekki lengur samræmast stöðu minni að vera virkur í flokkstarfi. Nú er hins vegar svo komið að ég get ekki lengur varið það gagnvart samvisku minni og þeim hagsmunum sem ég hef helgað starfsferil minn að vera flokksbundin í Samfylkingunni. Það afskiptaleysi, áhugaleysi, skilningsleysi og á stundum bein andstaða flokksforystunnar við mikilvæga hagsmuni almenns launafólks hefur fyllt mælinn. Hér á m.a. í hlut hik og aðgerðaleysi í atvinnusköpun, endurteknar skerðingar á réttindum elli- og örorkulífeyrisþega og atvinnuleitenda og nú síðast skattlagning á lífeyrisréttindi almenns launafólks á sama tíma og réttindi ráðherra, þingmanna, æðstu embættismanna og þeirra opinberu starfsmanna sem eiga aðild að opinberu lífeyrissjóðunum eru varin með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga. Í öllum þessum málum tel ég að forysta og þingflokkur Samfylkingarinnar hafi snúið baki við hagsmunum launafólks á almennum vinnumarkaði, þess fólks sem treyst hefur verkalýðshreyfingunni fyrir mikilvægum hagsmunum sínum. Tel ég þetta svo alvarlegt að ég vil ekki lengur sem forustumaður innan verkalýðshreyfingarinnar og sem jafnaðarmaður bera á þessari stefnu þá ábyrgð sem felst í aðild minni að flokknum. Ég segi mig því hér með formlega úr Samfylkingunni. Reykjavík, 14. desember 2012, Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, Forseti ASÍ, hefur sagt sig úr Samfylkingunni, en hann sendi fjölmiðlum einnig afsögn sína. Þar segir Gylfi meðal annars um ástæðu þess að hann segi sig úr flokknum: „Nú er hins vegar svo komið að ég get ekki lengur varið það gagnvart samvisku minni og þeim hagsmunum sem ég hef helgað starfsferil minn að vera flokksbundin í Samfylkingunni." Hann bætir svo við: „Það afskiptaleysi, áhugaleysi, skilningsleysi og á stundum bein andstaða flokksforystunnar við mikilvæga hagsmuni almenns launafólks hefur fyllt mælinn." Gylfi og Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, tókust harkalega á í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi vegna auglýsingar sem Gylfi birti í fjölmiðlum, en Steingrímur sagði þær innihalda lygar. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu Gylfi sem hann sendi Samfylkingunni og fjölmiðlum: Yfirlýsing Þegar Samfylkingin var stofnuð ákvað ég í fyrsta skipti á ævinni að ganga í stjórnmálaflokk. Það gerði ég vegna þess að ég taldi að með stofnun hennar hefði loksins orðið til það afl á vettvangi stjórnmálanna þar sem grunngildi hinnar norrænu jafnaðarmennsku, sem á rætur sínar í grunngildum verkalýðshreyfingarinnar um jafnrétti og bræðralag , ættu sér skjól og öflugan málsvara á vettvangi stjórnmálanna. Jafnframt bauð ég mig til starfa á vettvangi flokksins og vildi með því taka þátt í að móta stefnu hans og deila langri reynslu af þátttöku í baráttunni fyrir hagsmunum launafólks. Smátt og smátt hef ég þó dregið mig út úr þessu starfi og eftir að flokkurinn komst til valda árið 2007 hefur það ítrekað gerst, að Samfylkingin hefur í verki fjarlægst þau grundvallarsjónarmið sem ég tel að flokkurinn eigi að byggja stefnu sína og aðgerðir á. Eftir að ég var kjörin forseti Alþýðusambands Íslands hætti ég með öllu beinum afskiptum af starfi flokksins. Það gerði ég bæði vegna ítrekaðra árekstra um einstök mál sem Alþýðusambandið hefur lagt áherslu á og eins vegna þess að mér fannst það ekki lengur samræmast stöðu minni að vera virkur í flokkstarfi. Nú er hins vegar svo komið að ég get ekki lengur varið það gagnvart samvisku minni og þeim hagsmunum sem ég hef helgað starfsferil minn að vera flokksbundin í Samfylkingunni. Það afskiptaleysi, áhugaleysi, skilningsleysi og á stundum bein andstaða flokksforystunnar við mikilvæga hagsmuni almenns launafólks hefur fyllt mælinn. Hér á m.a. í hlut hik og aðgerðaleysi í atvinnusköpun, endurteknar skerðingar á réttindum elli- og örorkulífeyrisþega og atvinnuleitenda og nú síðast skattlagning á lífeyrisréttindi almenns launafólks á sama tíma og réttindi ráðherra, þingmanna, æðstu embættismanna og þeirra opinberu starfsmanna sem eiga aðild að opinberu lífeyrissjóðunum eru varin með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga. Í öllum þessum málum tel ég að forysta og þingflokkur Samfylkingarinnar hafi snúið baki við hagsmunum launafólks á almennum vinnumarkaði, þess fólks sem treyst hefur verkalýðshreyfingunni fyrir mikilvægum hagsmunum sínum. Tel ég þetta svo alvarlegt að ég vil ekki lengur sem forustumaður innan verkalýðshreyfingarinnar og sem jafnaðarmaður bera á þessari stefnu þá ábyrgð sem felst í aðild minni að flokknum. Ég segi mig því hér með formlega úr Samfylkingunni. Reykjavík, 14. desember 2012, Gylfi Arnbjörnsson
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira