Söng- og leikkonan Jennifer Lopez, 43 ára, og unnusti hennar Casper Smart yfirgáfu einkaþotu í Melbourne í Ástralíu í gær ásamt tvíburum Jennifer, Max og Emme. Á meðfylgjandi myndum má sjá Max með barnfóstrunni. "Ég vona að ég nái að kenna börnunum mínum allt um lífið og tilveruna, þá staðreynd að velgengni byggist á mikilli vinnu og að þau verði að koma fram við aðra eins og þau vilja að aðrir komi fram við þau," segir Jennifer meðal annars í forsíðuviðtali í janúarblaði ELLE.