Innlent

Fengu góðar undirtektir í Jay Leno

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hljómsveitin Of Monsters and Men kom fram í Jay Leno í gærkvöldi.
Hljómsveitin Of Monsters and Men kom fram í Jay Leno í gærkvöldi.
Of Monsters and Men flutti lagið Mountain Sound þegar hljómsveitin kom fram í hinum feykivinsæla þætti Jay Leno á NBC sjónvarpsstöðinni í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem Steingrímur Karl Teague sést með hljómsveitinni. Steingrímur er í hljómsveitinni Moses Hightower en ákvað á dögunum að ganga einnig til liðs við Of Monsters and Men eftir að einn úr hljómsveitinni dró sig í hlé. 

Góður rómur var gerður að þeim og hrósaði Leno þeim mikið eftir sönginn og atriðið þeirra má sjá hér að neðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×