Innlent

Álftanesskóli fær spjaldtölvur til kennslu

JHH skrifar
Notkun spjaldtölva er farin a aukast í skólastarfi.
Notkun spjaldtölva er farin a aukast í skólastarfi. Mynd/ Getty.
Álftanesskóli, A4, Námsgagnastofnun og Menntavísindasvið Háskóla Íslands hafa undirritað samning um skólaþróunarverkefni sem felur í sér samvinnu um eflingu kennslu, hvatningu til aukins áhuga og námsárangurs í stærðfræði í 4. og 6. bekk skólans. Í samningnum felst að skólinn kaupi allt að 60 spjaldtölvur af gerðinni LearnPad 2 frá Avantis Systems Ltd, en A4 er dreifingaraðili þeirra hér á landi. Auk þess fær skólinn m.a. 22 forrit með hverri vél, 12 rafbækur, vefstjórnargátt ásamt ráðgjöf og kennslu frá sérfræðingi.

„Við höfum við trú á því að notkun á stafrænu námsefni á spjaldtölvum geti ýtt undir sjálfstæði nemenda og skapandi nám og kennslu. Reynslan verður þó að leiða í ljós hvaða áhrif ný tækni hefur á skólastarf og því er afar mikilvægt að markvisst sé fylgst með tilraunum af þessu tagi svo hægt verði að meta raunveruleg áhrif spjaldtölvunotkunar á skólastarf," segir Ingibjörg Ásgeirsdóttir, forstjóri Námsgagnastofnunar, í tilkynningu vegna verkefnisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×