Safnar fyrir fimmta hjólinu Hugrún Halldórsdóttir skrifar 11. desember 2012 19:54 Fyrrverandi björgunarsveitamaður sem lamaðist í bílslysi fyrir neðan mitt fyrir um sjö árum hefur sett á fót söfnun fyrir fimmta hjólinu á hjólastólnum. Með því á hann auðveldara að stunda útivist, sem hann elskar, þar á meðal að fara í veiði og réttirnar. Andrés sem er 27 ára Hvanneyringur var á leið heim úr vinnu júnínótt eina árið 2005 þegar hann missti stjórn á bíl sínum sem valt rétt fyrir utan Borgarnes. Hann var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir aðgerð. „Þá er ég í einhverjar tvær vikur held ég inni á Borgarspítala þangað til ég er sendur í endurhæfingu upp á Grensásdeild," segir Andrés. Hann var ólmur í að komast ferða sinna á ný enda fyrrverandi björgunarsveitamaður með brennandi áhuga á hreyfingu og útiveru. „Þegar maður fer út fyrir gott malbik eða góða steypta gangbraut þá getur þetta verið kvöl og pína." „Útivist er náttúrulega mitt aðal áhugamál. Ég er með veiðidellu alveg svakalega og mér finnst svona frekar leiðinlegt þurfa að fara á bílnum allt sem maður ætlar sér að gera. Eins til dæmis þegar maður fer í réttirnar á haustin, þá situr maður inni í bíl því maður veit að það er alveg djöfullegt að ferðast í mölinni í réttunum þarna uppfrá." Andrés áætlar ekki að gefa áhugamál sín upp á bátinn og hefur sett á fót söfnun fyrir nýju hjóli sem hann getur tengt framan á stólinn en gripurinn kostar rúmar sexhundruð þúsund krónur. „Og þá lyftast framdekkin upp og fótafjölin sem er þessi leiðinlegi lági punktur á stólnum sem flest allt strandar á." Og það fyrsta sem hann áætlar að gera þegar hjólið er kominn í hús er að vera sýnilegur og vekja athygli á hversu mikilvægt hjálpartækið er þeim sem eru í hjólastól. „Því þetta léttir svo á okkur að geta komist út og auðveldar okkur útivistina til muna, það er bara fáránlegt að íslenska ríkið taki ekki þátt í að greiða svona hlut niður. Ég sé fram á það að ef þeir myndu greiða þetta niður þá myndu þeir stórlega lækka lyfjakostnað á allskonar bólgueyðandi lyfjum og annan lyfjakostnað sem mögulega hlýst af því að við erum bara heima og erum ekki að hreyfa okkur nóg," segir Andrés að lokum.Hægt er að nálgast Fésbókarsíðu Andrésar hér. Rn.0354-03-405928 kt.010585-3929 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira
Fyrrverandi björgunarsveitamaður sem lamaðist í bílslysi fyrir neðan mitt fyrir um sjö árum hefur sett á fót söfnun fyrir fimmta hjólinu á hjólastólnum. Með því á hann auðveldara að stunda útivist, sem hann elskar, þar á meðal að fara í veiði og réttirnar. Andrés sem er 27 ára Hvanneyringur var á leið heim úr vinnu júnínótt eina árið 2005 þegar hann missti stjórn á bíl sínum sem valt rétt fyrir utan Borgarnes. Hann var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir aðgerð. „Þá er ég í einhverjar tvær vikur held ég inni á Borgarspítala þangað til ég er sendur í endurhæfingu upp á Grensásdeild," segir Andrés. Hann var ólmur í að komast ferða sinna á ný enda fyrrverandi björgunarsveitamaður með brennandi áhuga á hreyfingu og útiveru. „Þegar maður fer út fyrir gott malbik eða góða steypta gangbraut þá getur þetta verið kvöl og pína." „Útivist er náttúrulega mitt aðal áhugamál. Ég er með veiðidellu alveg svakalega og mér finnst svona frekar leiðinlegt þurfa að fara á bílnum allt sem maður ætlar sér að gera. Eins til dæmis þegar maður fer í réttirnar á haustin, þá situr maður inni í bíl því maður veit að það er alveg djöfullegt að ferðast í mölinni í réttunum þarna uppfrá." Andrés áætlar ekki að gefa áhugamál sín upp á bátinn og hefur sett á fót söfnun fyrir nýju hjóli sem hann getur tengt framan á stólinn en gripurinn kostar rúmar sexhundruð þúsund krónur. „Og þá lyftast framdekkin upp og fótafjölin sem er þessi leiðinlegi lági punktur á stólnum sem flest allt strandar á." Og það fyrsta sem hann áætlar að gera þegar hjólið er kominn í hús er að vera sýnilegur og vekja athygli á hversu mikilvægt hjálpartækið er þeim sem eru í hjólastól. „Því þetta léttir svo á okkur að geta komist út og auðveldar okkur útivistina til muna, það er bara fáránlegt að íslenska ríkið taki ekki þátt í að greiða svona hlut niður. Ég sé fram á það að ef þeir myndu greiða þetta niður þá myndu þeir stórlega lækka lyfjakostnað á allskonar bólgueyðandi lyfjum og annan lyfjakostnað sem mögulega hlýst af því að við erum bara heima og erum ekki að hreyfa okkur nóg," segir Andrés að lokum.Hægt er að nálgast Fésbókarsíðu Andrésar hér. Rn.0354-03-405928 kt.010585-3929
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira