Safnar fyrir fimmta hjólinu Hugrún Halldórsdóttir skrifar 11. desember 2012 19:54 Fyrrverandi björgunarsveitamaður sem lamaðist í bílslysi fyrir neðan mitt fyrir um sjö árum hefur sett á fót söfnun fyrir fimmta hjólinu á hjólastólnum. Með því á hann auðveldara að stunda útivist, sem hann elskar, þar á meðal að fara í veiði og réttirnar. Andrés sem er 27 ára Hvanneyringur var á leið heim úr vinnu júnínótt eina árið 2005 þegar hann missti stjórn á bíl sínum sem valt rétt fyrir utan Borgarnes. Hann var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir aðgerð. „Þá er ég í einhverjar tvær vikur held ég inni á Borgarspítala þangað til ég er sendur í endurhæfingu upp á Grensásdeild," segir Andrés. Hann var ólmur í að komast ferða sinna á ný enda fyrrverandi björgunarsveitamaður með brennandi áhuga á hreyfingu og útiveru. „Þegar maður fer út fyrir gott malbik eða góða steypta gangbraut þá getur þetta verið kvöl og pína." „Útivist er náttúrulega mitt aðal áhugamál. Ég er með veiðidellu alveg svakalega og mér finnst svona frekar leiðinlegt þurfa að fara á bílnum allt sem maður ætlar sér að gera. Eins til dæmis þegar maður fer í réttirnar á haustin, þá situr maður inni í bíl því maður veit að það er alveg djöfullegt að ferðast í mölinni í réttunum þarna uppfrá." Andrés áætlar ekki að gefa áhugamál sín upp á bátinn og hefur sett á fót söfnun fyrir nýju hjóli sem hann getur tengt framan á stólinn en gripurinn kostar rúmar sexhundruð þúsund krónur. „Og þá lyftast framdekkin upp og fótafjölin sem er þessi leiðinlegi lági punktur á stólnum sem flest allt strandar á." Og það fyrsta sem hann áætlar að gera þegar hjólið er kominn í hús er að vera sýnilegur og vekja athygli á hversu mikilvægt hjálpartækið er þeim sem eru í hjólastól. „Því þetta léttir svo á okkur að geta komist út og auðveldar okkur útivistina til muna, það er bara fáránlegt að íslenska ríkið taki ekki þátt í að greiða svona hlut niður. Ég sé fram á það að ef þeir myndu greiða þetta niður þá myndu þeir stórlega lækka lyfjakostnað á allskonar bólgueyðandi lyfjum og annan lyfjakostnað sem mögulega hlýst af því að við erum bara heima og erum ekki að hreyfa okkur nóg," segir Andrés að lokum.Hægt er að nálgast Fésbókarsíðu Andrésar hér. Rn.0354-03-405928 kt.010585-3929 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Fyrrverandi björgunarsveitamaður sem lamaðist í bílslysi fyrir neðan mitt fyrir um sjö árum hefur sett á fót söfnun fyrir fimmta hjólinu á hjólastólnum. Með því á hann auðveldara að stunda útivist, sem hann elskar, þar á meðal að fara í veiði og réttirnar. Andrés sem er 27 ára Hvanneyringur var á leið heim úr vinnu júnínótt eina árið 2005 þegar hann missti stjórn á bíl sínum sem valt rétt fyrir utan Borgarnes. Hann var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir aðgerð. „Þá er ég í einhverjar tvær vikur held ég inni á Borgarspítala þangað til ég er sendur í endurhæfingu upp á Grensásdeild," segir Andrés. Hann var ólmur í að komast ferða sinna á ný enda fyrrverandi björgunarsveitamaður með brennandi áhuga á hreyfingu og útiveru. „Þegar maður fer út fyrir gott malbik eða góða steypta gangbraut þá getur þetta verið kvöl og pína." „Útivist er náttúrulega mitt aðal áhugamál. Ég er með veiðidellu alveg svakalega og mér finnst svona frekar leiðinlegt þurfa að fara á bílnum allt sem maður ætlar sér að gera. Eins til dæmis þegar maður fer í réttirnar á haustin, þá situr maður inni í bíl því maður veit að það er alveg djöfullegt að ferðast í mölinni í réttunum þarna uppfrá." Andrés áætlar ekki að gefa áhugamál sín upp á bátinn og hefur sett á fót söfnun fyrir nýju hjóli sem hann getur tengt framan á stólinn en gripurinn kostar rúmar sexhundruð þúsund krónur. „Og þá lyftast framdekkin upp og fótafjölin sem er þessi leiðinlegi lági punktur á stólnum sem flest allt strandar á." Og það fyrsta sem hann áætlar að gera þegar hjólið er kominn í hús er að vera sýnilegur og vekja athygli á hversu mikilvægt hjálpartækið er þeim sem eru í hjólastól. „Því þetta léttir svo á okkur að geta komist út og auðveldar okkur útivistina til muna, það er bara fáránlegt að íslenska ríkið taki ekki þátt í að greiða svona hlut niður. Ég sé fram á það að ef þeir myndu greiða þetta niður þá myndu þeir stórlega lækka lyfjakostnað á allskonar bólgueyðandi lyfjum og annan lyfjakostnað sem mögulega hlýst af því að við erum bara heima og erum ekki að hreyfa okkur nóg," segir Andrés að lokum.Hægt er að nálgast Fésbókarsíðu Andrésar hér. Rn.0354-03-405928 kt.010585-3929
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira