Safnar fyrir fimmta hjólinu Hugrún Halldórsdóttir skrifar 11. desember 2012 19:54 Fyrrverandi björgunarsveitamaður sem lamaðist í bílslysi fyrir neðan mitt fyrir um sjö árum hefur sett á fót söfnun fyrir fimmta hjólinu á hjólastólnum. Með því á hann auðveldara að stunda útivist, sem hann elskar, þar á meðal að fara í veiði og réttirnar. Andrés sem er 27 ára Hvanneyringur var á leið heim úr vinnu júnínótt eina árið 2005 þegar hann missti stjórn á bíl sínum sem valt rétt fyrir utan Borgarnes. Hann var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir aðgerð. „Þá er ég í einhverjar tvær vikur held ég inni á Borgarspítala þangað til ég er sendur í endurhæfingu upp á Grensásdeild," segir Andrés. Hann var ólmur í að komast ferða sinna á ný enda fyrrverandi björgunarsveitamaður með brennandi áhuga á hreyfingu og útiveru. „Þegar maður fer út fyrir gott malbik eða góða steypta gangbraut þá getur þetta verið kvöl og pína." „Útivist er náttúrulega mitt aðal áhugamál. Ég er með veiðidellu alveg svakalega og mér finnst svona frekar leiðinlegt þurfa að fara á bílnum allt sem maður ætlar sér að gera. Eins til dæmis þegar maður fer í réttirnar á haustin, þá situr maður inni í bíl því maður veit að það er alveg djöfullegt að ferðast í mölinni í réttunum þarna uppfrá." Andrés áætlar ekki að gefa áhugamál sín upp á bátinn og hefur sett á fót söfnun fyrir nýju hjóli sem hann getur tengt framan á stólinn en gripurinn kostar rúmar sexhundruð þúsund krónur. „Og þá lyftast framdekkin upp og fótafjölin sem er þessi leiðinlegi lági punktur á stólnum sem flest allt strandar á." Og það fyrsta sem hann áætlar að gera þegar hjólið er kominn í hús er að vera sýnilegur og vekja athygli á hversu mikilvægt hjálpartækið er þeim sem eru í hjólastól. „Því þetta léttir svo á okkur að geta komist út og auðveldar okkur útivistina til muna, það er bara fáránlegt að íslenska ríkið taki ekki þátt í að greiða svona hlut niður. Ég sé fram á það að ef þeir myndu greiða þetta niður þá myndu þeir stórlega lækka lyfjakostnað á allskonar bólgueyðandi lyfjum og annan lyfjakostnað sem mögulega hlýst af því að við erum bara heima og erum ekki að hreyfa okkur nóg," segir Andrés að lokum.Hægt er að nálgast Fésbókarsíðu Andrésar hér. Rn.0354-03-405928 kt.010585-3929 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Fyrrverandi björgunarsveitamaður sem lamaðist í bílslysi fyrir neðan mitt fyrir um sjö árum hefur sett á fót söfnun fyrir fimmta hjólinu á hjólastólnum. Með því á hann auðveldara að stunda útivist, sem hann elskar, þar á meðal að fara í veiði og réttirnar. Andrés sem er 27 ára Hvanneyringur var á leið heim úr vinnu júnínótt eina árið 2005 þegar hann missti stjórn á bíl sínum sem valt rétt fyrir utan Borgarnes. Hann var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir aðgerð. „Þá er ég í einhverjar tvær vikur held ég inni á Borgarspítala þangað til ég er sendur í endurhæfingu upp á Grensásdeild," segir Andrés. Hann var ólmur í að komast ferða sinna á ný enda fyrrverandi björgunarsveitamaður með brennandi áhuga á hreyfingu og útiveru. „Þegar maður fer út fyrir gott malbik eða góða steypta gangbraut þá getur þetta verið kvöl og pína." „Útivist er náttúrulega mitt aðal áhugamál. Ég er með veiðidellu alveg svakalega og mér finnst svona frekar leiðinlegt þurfa að fara á bílnum allt sem maður ætlar sér að gera. Eins til dæmis þegar maður fer í réttirnar á haustin, þá situr maður inni í bíl því maður veit að það er alveg djöfullegt að ferðast í mölinni í réttunum þarna uppfrá." Andrés áætlar ekki að gefa áhugamál sín upp á bátinn og hefur sett á fót söfnun fyrir nýju hjóli sem hann getur tengt framan á stólinn en gripurinn kostar rúmar sexhundruð þúsund krónur. „Og þá lyftast framdekkin upp og fótafjölin sem er þessi leiðinlegi lági punktur á stólnum sem flest allt strandar á." Og það fyrsta sem hann áætlar að gera þegar hjólið er kominn í hús er að vera sýnilegur og vekja athygli á hversu mikilvægt hjálpartækið er þeim sem eru í hjólastól. „Því þetta léttir svo á okkur að geta komist út og auðveldar okkur útivistina til muna, það er bara fáránlegt að íslenska ríkið taki ekki þátt í að greiða svona hlut niður. Ég sé fram á það að ef þeir myndu greiða þetta niður þá myndu þeir stórlega lækka lyfjakostnað á allskonar bólgueyðandi lyfjum og annan lyfjakostnað sem mögulega hlýst af því að við erum bara heima og erum ekki að hreyfa okkur nóg," segir Andrés að lokum.Hægt er að nálgast Fésbókarsíðu Andrésar hér. Rn.0354-03-405928 kt.010585-3929
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira