Innlent

Regína Ásvaldsdóttir ráðin bæjarstjóri á Akranesi

Regína Ásvaldsdóttir verður næsti bæjarstjóri á Akranesi. Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Akraness í kvöld að ganga til samninga við hana.

Regína Ásvaldsdóttir er félagsráðgjafi að mennt með framhaldsnám í opinberri stjórnsýslu og meistaragráðu í breytingastjórnun og nýsköpun frá viðskipta- og hagfræðideild Háskólans í Aberdeen í Skotlandi.

Á vef Akranesskaupstaðar segir að Regína hafi margra ára reynslu sem stjórnandi á vettvangi sveitarstjórnarmála og hefur hún stýrt umfangsmiklum stjórnkerfisbreytingum á vegum Reykjavíkurborgar.

Regína er stundakennari í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands og við viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×