Erlent

Níræður stangastökkvari sló heimsmet

Á meðan bestu íþróttamenn veraldar etja kappi í Lundúnum heldur hinn 90 ára gamli William Bell áfram að setja heimsmet litlum skúr í Arkansas í Bandaríkjunum.

Bell er vafalaust einn reynslumesti stangastökkvari í heimi. Hann hefur þrisvar slegið heimsmet í sínum aldursflokki og er þeim buxunum að leggjast í helgan stein.

Bell bætti nýverið sitt eigið heimsmet þegar hann stökk yfir tvö metra og átján sentímetra. Hægt er að sjá stökkið í myndskeiðinu hér fyrir ofan.

Þess er vert að geta að Bell er faðir vinsæla stangastökkvarans Earl Bell en hann vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunun árið 1984.

Earl var viðstaddur er faðir sinn sló metið og fagnaði ákaft.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×