Körfubolti

Pettinella til Grindavíkur á ný

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Grindavik.is
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur gengið frá samningum við Ryan Pettinella sem lék með liðinu á síðustu leiktíð.

Frá þessu er greint á heimasíðu Grindavíkurliðsins. Pettinella var í liði Grindavíkur sem varð Íslandsmeistari síðastliðið vor. Hann kemur til liðs við Íslandsmeistarana eftir áramót.

Auk Pettinella eru Sammy Zeglinski og Aaron Broussard einnig í röðum Grindvíkinga.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.