Innlent

Fæðingar frelsarans minnst um víða veröld

JHH skrifar
Benedikt sextándi páfi.
Benedikt sextándi páfi.
Þrátt fyrir spennuna og ofbeldið sem hefur ríkt í Landinu helga á þessu ári hafa kristnir menn flykkst til Betlehem í dag til þess að fagna fæðingu Frelsarans, þar sem hann fæddist.

Enn aðrir fóru til Vatíkansins þar sem Benedikt sextándi páfi kveikti á jólakerti í gluggakistu íbúðar sinnar. Pílagrímar, ferðamenn og Rómverjar komu saman á Péturstorgi og fögnuðu þegar kveikt var á eldinum. Jólamessa páfans í Péturskirkjunni fer svo fram í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×