Innlent

Ofbeldi og ölvun á nokkrum heimilum í gær

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var fjórum sinnum kölluð út í nótt vegna mála sem tengjast ofbeldi og ölvun á heimilum.

Í öll skiptin voru viðkomandi einstaklingar handteknir og vistaðir í fangageymslum í nótt til þess að tryggja ástandið á heimilunum.

Þá var einn maður handtekinn í nótt grunaður um að aka bifreið sinni undir áhrifum fíkniefna og ennfremur að vera með slík efni í fórum sínum. Honum var sleppt að lokinni sýnatöku og yfirheyrslu.

Þá var slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu nokkrum sinnum kallað út í kirkjugarða borgarinnar til þess að slökkva í kertaskreytingum sem settar höfðu verið á leiði í gær.

Beinir slökkviliðið þeim tilmælum til fólks að ganga vel úr skugga um að ekki sé hætta á því að kvikni í út frá kertunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×