Innlent

Vinnan í fjósinu breytist lítið yfir jólin

BBI skrifar
Mynd/Stefán Karlsson
Mynd/Stefán Karlsson
Helga Hallgrímsdóttir í Hvammi í Eyjafirði segir að vinnan í fjósinu breytist lítið hjá mannfólkinu yfir hátíðarnar. „Það þarf áfram að mjólka tvisvar sinnum á dag," segir hún í samtali við fréttamiðilinn Vikudag. „En við reynum eftir bestu getu að haga verkum okkar þannig að við getum verið sem mest heima. Mjaltirnar taka sinn tíma og við sinnum þeim að sjálfsögðu, en það er vissulega hægt að búa í haginn á ýmsum sviðum og það reynum við að gera á þessum árstíma."

Í fjósinu á Hvammi eru sjötíu mjólkandi kýr.

Áður fyrr tíðkaðist að gefa búpening aukalega um jólin en Helga telur að almennt sé það liðin tíð. „Við höfum það ekki fyrir sið að gefa kúnum auka tuggu um jólin, enda má segja að í fjósinu séu jólin allan ársins hring þegar fóðurgjöf er annars vegar," segir Helga en telur þó mögulegt að einhverjir bændur haldi í hefðina og gefi aukalega um jólin til hátíðarbrigða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×