Innlent

Árásin kom Thatcher algerlega í opna skjöldu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Margaret Thatcher er einn umtalaðasti forsætisráðherra Breta.
Margaret Thatcher er einn umtalaðasti forsætisráðherra Breta. Mynd/ AFP.
Árás Argentínumanna á Falklandseyjar árið 1982 kom Margréti Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, algerlega í opna skjöldu. Þetta sýna skjöl bresku ríkisstjórnarinnar sem voru nýlega gerð opinber. Thatcher fékk heimildir úr leyniþjónustunni einungis tveimur dögum áður en Argentínumenn lentu á eyjunum að þeir hyggðust gera árás. Skjölunum var haldið í leyni í þrjátíu ár, samkvæmt reglum sem gilda þar í landi um skjöl af þessu tagi. Sagnfræðingur segir í samtali við fréttavef BBC að þetta sé á meðal mikilvægustu gagna sem hafa verið birt á síðustu þremur áratugum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×