Innlent

Margir hringdu út á jóladag

75 prósentum fleiri viðskiptavinir Símans hringdu til útlanda á jóladag en dagana fyrir jól samkvæmt tilkynningu frá Símanum.

Þótt gjaldfrjálst væri að hringja úr heimasíma út fyrir landssteinana á jóladag biðu margir ekki boðanna og hringdu strax á aðfangadag í vini og vandamenn ytra. Fjórðungi fleiri hringdu þá en næstu daga á undan.

Síminn hefur undanfarin ár boðið viðskiptavinum sínum að hringja fyrir 0 krónur til útlanda á jóladag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×