Hvað ætla þær að gera á gamlárskvöld? 28. desember 2012 12:30 Lífið fór á stúfana og spurði fjórar flottar konur hvað þær ætla að gera á gamlárskvöld. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir matarbloggari "Ég ætla að borða heima hjá foreldrum mínum á áramótunum, en þar verður stórfjölskyldan samankomin. Við mamma ætlum að hafa humar á þrjá vegu í forrétt og nautalund í aðalrétt og svo var ég búin að lofa litlu frændum mínum að gera súkkulaðikúlur og fylla þær með súkkulaðimús í eftirrétt. Ég fer svo til tengdaforeldra minna að horfa á Skaupið. Eftir miðnætti ætla ég í gamlársteiti með vinum mínum, þar er alltaf mikið fjör."Þórunn Arna Kristjánsdóttir leikkona "Við kærastinn eldum yfirleitt sjálf mat á gamlársdag og bjóðum þeim sem vilja koma að vera með okkur. Þetta er oft þannig á gamlárs að við höldum að við verðum bara tvö en svo endar þetta í tíu manns. Við borðum yfirleitt kalkún en það verður eitthvað nýtt á borðum í ár. Svo horfum við á flugeldasýninguna frá Landakotstúninu."Annie Mist og Védís Hervör.Annie Mist Þórisdóttir íþróttakona "Áramótunum ver ég yfirleitt með fjölskyldu minni, systkinum mömmu, fjölskyldum þeirra og ömmu og afa. Þá er mikið sprengt, sungið og oft spilað fram eftir nóttu. Í ár verð ég í fyrsta skipti fjarri fjölskyldunni, en ég mun verja áramótunum í Danmörku með kærastanum mínum. Það verður þó erfitt að toppa íslensk áramót."Védís Hervör Árnadóttir söngkona "Áramótin mín hafa verið voðalega róleg svona í seinni tíð, enda ég komin með tvo litla stráka. Í ár verðum við hjá tengdaforeldrum mínum í veisluhöldum og þar verður litið yfir árið og farið yfir markmið nýja ársins. Mín markmið eru meðal annars að gefa út nýja plötu og vera strákunum mínum, manni og fjölskyldu sem best. Það hefur verið venjan hjá minni fjölskyldu að borða kalkún á gamlárskvöld með öllu tilheyrandi og svo höfum við frómas í eftirrétt. Svo er að sjálfsögðu fastur liður að kveikja á Skaupinu og svo tökum við hjónaleysin eflaust lagið saman. Ég er ekki mikið fyrir það að fara í bæinn. Mér finnst gott að vakna fersk og frísk á nýársdegi. Það setur tóninn fyrir nýja árið."Sjáðu hvað árið 2013 færir þér. Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Lífið fór á stúfana og spurði fjórar flottar konur hvað þær ætla að gera á gamlárskvöld. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir matarbloggari "Ég ætla að borða heima hjá foreldrum mínum á áramótunum, en þar verður stórfjölskyldan samankomin. Við mamma ætlum að hafa humar á þrjá vegu í forrétt og nautalund í aðalrétt og svo var ég búin að lofa litlu frændum mínum að gera súkkulaðikúlur og fylla þær með súkkulaðimús í eftirrétt. Ég fer svo til tengdaforeldra minna að horfa á Skaupið. Eftir miðnætti ætla ég í gamlársteiti með vinum mínum, þar er alltaf mikið fjör."Þórunn Arna Kristjánsdóttir leikkona "Við kærastinn eldum yfirleitt sjálf mat á gamlársdag og bjóðum þeim sem vilja koma að vera með okkur. Þetta er oft þannig á gamlárs að við höldum að við verðum bara tvö en svo endar þetta í tíu manns. Við borðum yfirleitt kalkún en það verður eitthvað nýtt á borðum í ár. Svo horfum við á flugeldasýninguna frá Landakotstúninu."Annie Mist og Védís Hervör.Annie Mist Þórisdóttir íþróttakona "Áramótunum ver ég yfirleitt með fjölskyldu minni, systkinum mömmu, fjölskyldum þeirra og ömmu og afa. Þá er mikið sprengt, sungið og oft spilað fram eftir nóttu. Í ár verð ég í fyrsta skipti fjarri fjölskyldunni, en ég mun verja áramótunum í Danmörku með kærastanum mínum. Það verður þó erfitt að toppa íslensk áramót."Védís Hervör Árnadóttir söngkona "Áramótin mín hafa verið voðalega róleg svona í seinni tíð, enda ég komin með tvo litla stráka. Í ár verðum við hjá tengdaforeldrum mínum í veisluhöldum og þar verður litið yfir árið og farið yfir markmið nýja ársins. Mín markmið eru meðal annars að gefa út nýja plötu og vera strákunum mínum, manni og fjölskyldu sem best. Það hefur verið venjan hjá minni fjölskyldu að borða kalkún á gamlárskvöld með öllu tilheyrandi og svo höfum við frómas í eftirrétt. Svo er að sjálfsögðu fastur liður að kveikja á Skaupinu og svo tökum við hjónaleysin eflaust lagið saman. Ég er ekki mikið fyrir það að fara í bæinn. Mér finnst gott að vakna fersk og frísk á nýársdegi. Það setur tóninn fyrir nýja árið."Sjáðu hvað árið 2013 færir þér.
Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira