Innlent

Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu

Búið er að loka Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Áætlað er að hleypa umferð í gegn kl. 13.00 undir eftirliti.

Ábending frá veðurfræðing:

Á láglendi verður hiti víðast ofan frostmarks í dag og rigning eða slydda með köflum í flestum landshlutum, en heldur vaxandi snjókoma á fjallvegum ofan 250-300 metra annars staðar en norðaustanlands.

Á Vestfjörðum er hægt vaxandi NA-átt, skafrenningur og hríð á heiðum. Gengur þar í 20-25 m/s síðdegis með stórhríð

Frá lögreglu: Vegna snjóalaga og veðurspár má búast við því að ákveðnum vegaköflum á norðanverðum Vestfjörðum verði lokað af öryggisástæðum á næstu klukkustundum. 

Vegfarendum er bent á upplýsingasíma Vegagerðarinnar í síma 1777 varðandi nánari upplýsingar um færð og veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×