Innlent

Alvarlegt köfunarslys í Silfru

Silfra
Silfra mynd/vísir
Rétt fyrir klukkan tvö í dag barst lögreglu á Selfossi tilkynning um alvarlegt köfunarslys í Silfru á Þingvöllum. 

Einn maður missti meðvitund í gjánni. Á þessari stundu er ekki hægt að veita frekari upplýsinga um líðan kafarans né hvað gerðist samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Kafarinn hefur verið fluttur á spítala samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

Lögregla, sjúkralið, björgunarsveitir eru á staðnum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu. 

Þá var björgunarsveitin Kári í Öræfum kölluð út rétt fyrir klukkan tvö í dag til aðstoðar lögreglu þegar bílvelta varð við Skaftafell.

Þrír voru í bílnum og slasaðist einn þeirra. Þyrla Landhelgisgæslunni er á leið á staðinn að sækja hinn slasaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×