Innlent

Vegum lokað klukkan sex á Vestfjörðum

Vegurinn við Súðavík. Athugið að myndin er úr safni.
Vegurinn við Súðavík. Athugið að myndin er úr safni.
Veginum um Eyrarhlíð, Botnsdal, Breiðadal og Flateyrarveg verður lokað kl. 18:00 vegna snjóflóðahættu samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Þegar er búið að loka Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu.

Ábending frá veðurfræðing: Á láglendi verður hiti víðast ofan frostmarks í dag og rigning eða slydda með köflum í flestum landshlutum, en heldur vaxandi snjókoma á fjallvegum ofan 250-300 metra annars staðar en norðaustanlands. Á Vestfjörðum er hægt vaxandi NA-átt, skafrenningur og hríð á heiðum. Gengur þar í 20-25 m/s síðdegis með stórhríð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×