Innlent

Einn fluttur með þyrlu - ekki vitað um ástand kafarans

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Einn hefur verið fluttur á spítala vegna umferðaslyss í Skaftafelli á Suðurlandi í dag. Þá valt bifreið en í henni voru þrír einstaklingar. Björgunarsveitin Kári í Öræfum sinnti útkallinu og aðstoðaði lögreglu á vettvangi.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á svæðið og var einn fluttur til Kirkjubæjaklausturs og þaðan verður hann fluttur á sjúkrahús í Reykjavík.

Þá er einn kafari alvarlega slasaður eftir köfunarslys í Silfru, en sá missti meðvitund. Annar kafari sem var með í för slasaðist lítið. Slysið átti sér stað á svipuðum tíma og bílveltan varð á suðurlandinu.

Ekki er vitað um ástand kafarans en lögreglan verst frétta vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×