Erlent

Mest lesnu greinar ársins á Wikipedia

BBI skrifar
Sænskur hugbúnaðarverkfræðingur hefur tekið saman lista um mest lesnu greinar á Wikipedia á árinu 2012. Listarnir eru gríðarlega mismunandi eftir heimshlutum.

Enska útgáfan af Wikipedia er sú sem mest er notuð en þar var grein um Facebook mest lesin á árinu. Aftur á móti var færsla um klámmyndaleikkonur mest lesin í japönsku útgáfunni og fjall í Kína toppaði listann í hollensku útgáfunni.

Hér má sjá samantektina alla, en þar er engin gögn um notkun íslensku útgáfunnar af Wikipedia að finna. Hér að neðan er svo listi yfir mest lesnu greinarnar á ensku útgáfunni af Wikipedia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×