Innlent

Fólk beðið að vera ekki á ferli að óþörfu

BBI skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Lögreglan biður fólk á höfuðborgarsvæðinu að vera ekki á ferli að óþörfu.

„Færðin er orðin mjög þung og hálka byrjuð að myndast undir blautum snjónum," segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á facebooksíðu sinni. Bílar hafa verið skildir eftir og sitja fastir á miðjum götum í efribyggðum höfuðborgarsvæðisins vegna hálku og ófærðar.

„Fólk er beðið að því að vera ekki á ferli að óþörfu auk þess að skilja alls ekki bíla sína eftir á akbrautum, en slíkt getur skapað mikla hættu auk þess sem snjóruðningar truflast við slíkt," segir lögreglan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×