Innlent

Innbrot aldrei verið færri

BBI skrifar
Mynd frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Mynd frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Afbrotum fækkar almennt milli ára miðað við bráðabirgðatölur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2012.

Hegningarlagabrotum fækkar um 12% milli ára. Innbrotum fækkaði um þriðjung frá árinu 2011 og hafa þau aldrei verið færri síðan talningar hófust. Þá fækkar kynferðisbrotum um 29% milli ára. Ofbeldisbrotum fjölgaði aftur á móti um 4% milli ára og á tæplega þriðjungur allra líkamsárása sér stað í miðborg Reykjavíkur í kringum skemmtanahald eftir miðnætti um helgar. Loks fjölgaði fíkniefnabrotum um 9% milli ára.

Hér að neðan er tafla yfir hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum.

Hafa ber þann fyrirvara á þessum upplýsingum að tölur fyrir árið 2012 eiga enn eftir að breytast. Þessar upplýsingar gefa þó innsýn í það hvert stefnir.

Tafla frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×