Erill hjá lögreglu í nótt 29. desember 2012 09:48 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast frá því í gærkvöldi og ekki aðeins í tilvikum sem tengjast veðrinu. Rétt fyrir klukkan átta í gær var tilkynnt um innbrot í Fannafold og hafði húsráðandi komið að tveimur óboðnum gestum í íbúð sinni. Þeir lögðu á flótta og íbúinn á eftir, en hann missti af þeim. Ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Breiðholtsbrautinni um svipað leiti og lenti hann framan á annarri bifreið. Hann er grunaður um ölvun og var fluttur rifbeinsbrotinn á slysadeild. Um klukkan tíu var maður handtekinn í austurbænum grunaður um kannabisframleiðslu. Á heimili hans fundust um 25 plöntur og er málið í rannsókn. Þá réðst ölvaður maður á dyraverði Snókerstofunnar í Lágmúla. Þegar lögreglu bar að neitaði maðurinn að yfirgefa staðinn og fór svo að hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Um miðnættis fékk lögreglan svo tilkynningu um að ungur maður gengi berserksgang á heimili foreldra sinna í Seljahverfi. Lögregla handtók manninn og fékk hann einnig að gista í fangaklefa. Og um klukkan hálf fimm í morgun voru lögreglumenn sendir í Aðalstræti þar sem maður var skorinn á höfði. Þegar lögreglumenn ætla að aðstoða hann tekur hann sig til og grýtir bakpoka sem í var glerflaska, í rúðu lögreglubifreiðarinnar. Glerflaskan brotnaði en bíllinn slapp við skemmdir að mestu. Maðurinn var fluttur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans en hann reyndist einnig skorinn á hendi. Að þessu viðbættu segir lögregla að eins og venjulega hafi hún þurft að sinna málum sem tengjast ölvun, hávaða og slagsmálum í miðbænum. Nokkuð var einnig um umferðaróhöpp sem tengjast færðinni, meðal annars losnuðu brunnlok af brunnum sem varð til þess að tveir bílar skemmdu hjólabúnað sinn. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast frá því í gærkvöldi og ekki aðeins í tilvikum sem tengjast veðrinu. Rétt fyrir klukkan átta í gær var tilkynnt um innbrot í Fannafold og hafði húsráðandi komið að tveimur óboðnum gestum í íbúð sinni. Þeir lögðu á flótta og íbúinn á eftir, en hann missti af þeim. Ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Breiðholtsbrautinni um svipað leiti og lenti hann framan á annarri bifreið. Hann er grunaður um ölvun og var fluttur rifbeinsbrotinn á slysadeild. Um klukkan tíu var maður handtekinn í austurbænum grunaður um kannabisframleiðslu. Á heimili hans fundust um 25 plöntur og er málið í rannsókn. Þá réðst ölvaður maður á dyraverði Snókerstofunnar í Lágmúla. Þegar lögreglu bar að neitaði maðurinn að yfirgefa staðinn og fór svo að hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Um miðnættis fékk lögreglan svo tilkynningu um að ungur maður gengi berserksgang á heimili foreldra sinna í Seljahverfi. Lögregla handtók manninn og fékk hann einnig að gista í fangaklefa. Og um klukkan hálf fimm í morgun voru lögreglumenn sendir í Aðalstræti þar sem maður var skorinn á höfði. Þegar lögreglumenn ætla að aðstoða hann tekur hann sig til og grýtir bakpoka sem í var glerflaska, í rúðu lögreglubifreiðarinnar. Glerflaskan brotnaði en bíllinn slapp við skemmdir að mestu. Maðurinn var fluttur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans en hann reyndist einnig skorinn á hendi. Að þessu viðbættu segir lögregla að eins og venjulega hafi hún þurft að sinna málum sem tengjast ölvun, hávaða og slagsmálum í miðbænum. Nokkuð var einnig um umferðaróhöpp sem tengjast færðinni, meðal annars losnuðu brunnlok af brunnum sem varð til þess að tveir bílar skemmdu hjólabúnað sinn.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira