Líkamsárásum fjölgar og innbrotum fækkar Karen Kjartansdóttir skrifar 29. desember 2012 12:20 Innbrotum, umferðarslysum og tilkynningum um veggjakrot fækkar ár frá ári á höfuðborgarsvæðinu en líkamsárásum fjölgar. Þetta er meðal þess sem sjá má þegar rýnt er í bráðarbirgðatölur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þegar öll skráð brot á höfuðborgarsvæðinu árið 2012 eru skoðuð kemur fram að hegningarlagabrotum fækkaði um 12% samanborið við árið á undan. Innbrot hafa ekki verið færri á ári frá því talningar hófust hjá lögreglunni. Að meðaltali voru framin á bilinu tvö til þrjú innbrot á dag á árinu samanborið við fjögur á dag í fyrra og átta á dag árið 2009. Þegar hegningarlagabrot eru skoðuð sérstaklega kemur fram að árið 2012 fækkaði auðgunarbrotum um 13% frá árinu áður. Helgast þetta einkum af fækkun þjófnaða um 600 brot á milli ára. Þá fækkaði tilkynningum um kynferðisbrot nokkuð árið 2012 samanborið við árið 2011 eða um tæp þrjátíu prósent. Ofbeldisbrotum fjölgaði hins vegar lítillega, eða 4% á milli ára. Tæplega 40% allra líkamsárása átti sér stað í Miðborg Reykjavíkur, þar af þriðjungur í kringum skemmtanahald eftir miðnætti um helgar. Umferðarslysum fækkaði um 10% frá árinu á undan. Telja þau 331 eða um eitt slys á dag að meðaltali. Minniháttar skemmdarverkum fækkaði um 18%. Tilkynningum um veggjakrot hefur fækkað ár frá ári. Fíkniefnabrotum fjölgaði um 9% milli ára. Mest fjölgaði málum sem varða vörslu og meðferð fíkniefna. Hinsvegar fækkaði málum tengdum framleiðslu fíkniefna sem höfðu tekið mikinn kipp á síðustu árum. Hafa ber þann fyrirvara á þessum upplýsingum að tölur fyrir árið 2012 eiga enn eftir að breytast. Þessar upplýsingar gefa þó innsýn í það hvert stefnir. Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira
Innbrotum, umferðarslysum og tilkynningum um veggjakrot fækkar ár frá ári á höfuðborgarsvæðinu en líkamsárásum fjölgar. Þetta er meðal þess sem sjá má þegar rýnt er í bráðarbirgðatölur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þegar öll skráð brot á höfuðborgarsvæðinu árið 2012 eru skoðuð kemur fram að hegningarlagabrotum fækkaði um 12% samanborið við árið á undan. Innbrot hafa ekki verið færri á ári frá því talningar hófust hjá lögreglunni. Að meðaltali voru framin á bilinu tvö til þrjú innbrot á dag á árinu samanborið við fjögur á dag í fyrra og átta á dag árið 2009. Þegar hegningarlagabrot eru skoðuð sérstaklega kemur fram að árið 2012 fækkaði auðgunarbrotum um 13% frá árinu áður. Helgast þetta einkum af fækkun þjófnaða um 600 brot á milli ára. Þá fækkaði tilkynningum um kynferðisbrot nokkuð árið 2012 samanborið við árið 2011 eða um tæp þrjátíu prósent. Ofbeldisbrotum fjölgaði hins vegar lítillega, eða 4% á milli ára. Tæplega 40% allra líkamsárása átti sér stað í Miðborg Reykjavíkur, þar af þriðjungur í kringum skemmtanahald eftir miðnætti um helgar. Umferðarslysum fækkaði um 10% frá árinu á undan. Telja þau 331 eða um eitt slys á dag að meðaltali. Minniháttar skemmdarverkum fækkaði um 18%. Tilkynningum um veggjakrot hefur fækkað ár frá ári. Fíkniefnabrotum fjölgaði um 9% milli ára. Mest fjölgaði málum sem varða vörslu og meðferð fíkniefna. Hinsvegar fækkaði málum tengdum framleiðslu fíkniefna sem höfðu tekið mikinn kipp á síðustu árum. Hafa ber þann fyrirvara á þessum upplýsingum að tölur fyrir árið 2012 eiga enn eftir að breytast. Þessar upplýsingar gefa þó innsýn í það hvert stefnir.
Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira