Innlent

Sjúkraþjálfarar óánægðir með kaup og kjör

Sjúkraþjálfarar á Landsspítalanum hafa undanfarin ár starfað við stöðugt meira álag, krappari kjör og lélegri aðstæður vegna langvarandi niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu, segir í ályktun stéttarfélags sjúkraþjálfara.

Þar er einnig bent á að að þeir sem eru nú í námi, ætli ekki að hefja störf hjá spítalanum á þeim kjörum sem nú eru í boði, og skorað er á velferðarráðherra eð standa við þau orð sín að það væri kominn tími til að leiðrétta léleg launakjör nokkurra stétta, þeirra á meðal sjúkraþjálfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×