Innlent

Grunnskólakennarar hjá ríkissáttasemjara

Annar fundur í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaganna eftir að deiluaðilar fóru til ríkissáttasemjara var haldinn í morgun.

Deilunni var vísað til sáttasemjara í síðustu viku en samningaviðræður síðustu mánaða um breytingu á gildandi kjarasamningi hafa engum árangri skilað. Grunnskólakennarar gerðu kjarasamning í maí í fyrra eins og fjölmörg önnur stéttarfélög en þá var einnig ákveðið að halda áfram viðræðum.

Launaliðir hafa ekki verið til umræðu heldur þau atriði sem áhrif hafa á vinnuaðstæður kennara. Þessar viðræður skiluðu ekki árangri og nú er staðan sú að allur samningurinn er laus, launaliðurinn þar með talinn.

Eftir því sem fréttastofa kemst næst stendur fundurinn, sem hófst klukkan tíu, enn yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×