Innlent

Dómari byrsti sig við saksóknara

Stígur Helgason skrifar
Úr dómsal í aðalmeðferð í Vafninsmálinu. Henni er nú lokið, og verður dómur kveðinn upp 28. desember.
Úr dómsal í aðalmeðferð í Vafninsmálinu. Henni er nú lokið, og verður dómur kveðinn upp 28. desember.
Skúli Magnússon, einn þriggja dómara í Vafningsmáli sérstaks saksóknara, brýndi raustina verulega í samtali við saksóknarann Hólmstein Gauta Sigurðsson í andsvararæðu þess síðarnefnda undir lok málflutnings í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Skúli hafði krafið Hólmstein svara við því hvort hann teldi að engar tryggingar hefðu legið að baki tíu milljarða láninu sem veitt var til Milestone 8. febrúar 2008. „Ég veit að sækjanda er mikið niðri fyrir en það væri samt gott ef hann leyfði dómara að ljúka við spurninguna," sagði Skúli þegar Hólmsteinn svaraði of snemma að hans mati.

Hólmsteinn hélt samt áfram, sem varð til þess að Skúli byrsti sig mjög. „Sækjandi, ég er ekki búinn með spurninguna!" sagði hann, og Hólmsteinn baðst afsökunar.

Saksóknari og verjendur hafa nú lokið andsvörum sínum. Lítið nýtt kom fram í þeim. Málið hefur verið dómtekið og er gert ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp 28. desember, klukkan tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×